Erlent

Hvirfilbylur veldur usla í Taívan

Á Taívan hefur hvirfilbylurinn Talim valdið miklum usla og að minnsta kosti einn hefur látist af völdum hans og á þriðja tug manna slasast. Enn er mikill kraftur í Talim og skólar og opinberar byggingar verða lokaðar enn um sinn. Þá liggja lestarsamgöngur og innanlandsflug að mestu leyti niðri. Talim stefnir á Kína, en búist er við að nokkuð muni draga úr krafti hans áður en þangað kemur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×