Erlent

Herlög í New Orleans

Herlög eru nú í gildi í New Orleans til að reyna að koma í veg fyrir rán og ofbeldi. Bush Bandaríkjaforseti segir hamfarirnar af völdum fellibylsins Katrínar einhverjar hinar mestu í sögu Bandaríkjanna en hversu stórt tjónið er, verður ekki hægt að segja til um fyrr en eftir einhverja daga eða vikur. Bush sagði að uppbyggingin eftir hamfarirnar myndi taka langan tíma jafnvel mörg ár. Forsetinn sagði að höfuðáhersla væri lögð á að bjarga mannslífum, síðan að koma matvælum, vatni, lyfjum og öðrum nauðsynjum til nauðstaddra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×