Verstu hamfarir í sögu BNA 1. september 2005 00:01 Nú er talið að þúsundir hafi týnt lífi þegar fellibylurinn Katrín gekk yfir suðurströnd Bandaríkjanna. Uppbyggingarstarf gæti tekið áratugi. Þjófar láta greipar sópa á hamfarasvæðunum og ástandið einkennist af glundroða.Áhrifin af völdum fellibylsins Katrínar koma æ betur í ljós. Hamfarirnar eru einhverjar þær verstu í sögu Bandaríkjanna, bæði hvað varðar mannfall og eignatjón. Nú er ekki lengur talað um vikur eða mánuði í uppbyggingarstarf, því ljóst er að það mun taka mörg ár að koma hlutunum í samt lag á ný. Ástandið í Missisippi er víða svo slæmt að margir telja að stór hluti strandlengjunnar verði aldrei íbúðarhæfur aftur. Skip og bátar liggja á víð og dreif þar sem áður var íbúðarbyggð og vegir og brýr hafa gjöreyðilagst. Í New Orleans er allt við sama heygarðshornið og borgin er enn nær öll á kafi. Þótt ótrúlegt megi virðast voru meira en 200 þúsund manns enn í borginni um miðjan daginn og virðast margir hreinlega ekki hafa áttað sig á því að full þörf væri á að fara burt, jafnvel þó að fellibylurinn sjálfur væri genginn yfir. Ástandið í borginni hefur einkennst af glundroða í dag. Ræningjar vaða uppi, ofbeldi og glæpir hafa færst í vöxt og eins hefur verið kveikt í mörgum húsum. George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, segir að ekki eigi að taka vægt á lögbrjótum sem fara um svæðið rænandi og ruplandi og skiptir þá engu máli hvort um er að ræða stuld á bensíni eða misnotkun á hjálparstyrkjum. Það bætti ekki úr skák að skotið var á Chinook herþyrlu við Superdome leikvanginn í dag og í kjölfarið var gert hlé á björgunaraðgerðum. Þúsundir lögreglumanna eyða dýrmætum tíma í að eiga við ræningja, þegar þörf er á þeim við björgunarstörf. Fjöldi fólks hefst enn við á húsþökum og björgunarsveitarmenn hafa að jafnaði flutt meira en sex hundruð manns í nauðum burt af svæðinu í allan dag. Heilu rútufarmarnir af fólki hafa verið fluttir burt, meðal annars til Houston, en yfirvöld þar hafa boðist til að taka við minnst 25 þúsund manns. Á meðan björgunarsveitarmenn keppast við að bjarga eftirlifendum gefst enginn tími til að flytja burt lík eða hefja hreinsunarstarf. Við það eykst hættan á smitsjúkdómum og öðrum fylgifiskum óhreininda. Nær ekkert drykkjarvatn er eftir í borginni og fimm milljónir manna á hamfarasvæðunum eru enn án rafmagns og annarrar grunnþjónustu. Enn er bara hægt að giska á mannfall af völdum Katrínar, en flestir virðast sammála um að fórnarlömbin skipti að minnsta kosti nokkrum þúsundum. Erlent Fréttir Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Sjá meira
Nú er talið að þúsundir hafi týnt lífi þegar fellibylurinn Katrín gekk yfir suðurströnd Bandaríkjanna. Uppbyggingarstarf gæti tekið áratugi. Þjófar láta greipar sópa á hamfarasvæðunum og ástandið einkennist af glundroða.Áhrifin af völdum fellibylsins Katrínar koma æ betur í ljós. Hamfarirnar eru einhverjar þær verstu í sögu Bandaríkjanna, bæði hvað varðar mannfall og eignatjón. Nú er ekki lengur talað um vikur eða mánuði í uppbyggingarstarf, því ljóst er að það mun taka mörg ár að koma hlutunum í samt lag á ný. Ástandið í Missisippi er víða svo slæmt að margir telja að stór hluti strandlengjunnar verði aldrei íbúðarhæfur aftur. Skip og bátar liggja á víð og dreif þar sem áður var íbúðarbyggð og vegir og brýr hafa gjöreyðilagst. Í New Orleans er allt við sama heygarðshornið og borgin er enn nær öll á kafi. Þótt ótrúlegt megi virðast voru meira en 200 þúsund manns enn í borginni um miðjan daginn og virðast margir hreinlega ekki hafa áttað sig á því að full þörf væri á að fara burt, jafnvel þó að fellibylurinn sjálfur væri genginn yfir. Ástandið í borginni hefur einkennst af glundroða í dag. Ræningjar vaða uppi, ofbeldi og glæpir hafa færst í vöxt og eins hefur verið kveikt í mörgum húsum. George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, segir að ekki eigi að taka vægt á lögbrjótum sem fara um svæðið rænandi og ruplandi og skiptir þá engu máli hvort um er að ræða stuld á bensíni eða misnotkun á hjálparstyrkjum. Það bætti ekki úr skák að skotið var á Chinook herþyrlu við Superdome leikvanginn í dag og í kjölfarið var gert hlé á björgunaraðgerðum. Þúsundir lögreglumanna eyða dýrmætum tíma í að eiga við ræningja, þegar þörf er á þeim við björgunarstörf. Fjöldi fólks hefst enn við á húsþökum og björgunarsveitarmenn hafa að jafnaði flutt meira en sex hundruð manns í nauðum burt af svæðinu í allan dag. Heilu rútufarmarnir af fólki hafa verið fluttir burt, meðal annars til Houston, en yfirvöld þar hafa boðist til að taka við minnst 25 þúsund manns. Á meðan björgunarsveitarmenn keppast við að bjarga eftirlifendum gefst enginn tími til að flytja burt lík eða hefja hreinsunarstarf. Við það eykst hættan á smitsjúkdómum og öðrum fylgifiskum óhreininda. Nær ekkert drykkjarvatn er eftir í borginni og fimm milljónir manna á hamfarasvæðunum eru enn án rafmagns og annarrar grunnþjónustu. Enn er bara hægt að giska á mannfall af völdum Katrínar, en flestir virðast sammála um að fórnarlömbin skipti að minnsta kosti nokkrum þúsundum.
Erlent Fréttir Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Sjá meira