Innlent

Viðbrögði við könnun um flugvöll

"Ég fagna þessari niðurstöðu," sagði Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri, spurð um viðbrögð við könnuninni. "Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að flugvöllurinn eigi að fara. Ég talaði fyrir því í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar [sem fram fór í Reykjavík um flugvöllinn árið 2001]. Ég beitti mér fyrir því að það voru teknar upp viðræður við samgönguráðuneytið um flutning á flugvellinum. Ég er bara mjög ánægð með að svo stór hluti borgarbúa sé orðinn þessarar skoðunar núna," sagði borgarstjóri. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðismanna: "Þessi niðurstaða kemur ekki á óvart," sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn. "Hún sýnir nauðsyn þess að fljótlega verði komist að niðurstöðu um hvað gert verði í þessu máli. Ég hef nýlega lýst því yfir að Vatnsmýrarsvæðið verði nýtt undir íbúða- og atvinnubyggð og innanlandsflugi verði fundin ný staðsetning á næsta kjörtímabili. Þá verði tekin ákvörðun um nýtt heildarskipulagt. Það er mjög mikilvægt að fram fari viðræður um þessi mál í góðri samvinnu borgar- og samgönguyfirvalda." Guðlaugsson, bæjarstjóri í Vesturbyggð: "Þessi niðurstaða kemur mér ekki á óvart," sagði Guðmundur Guðlaugsson, bæjarstjóri í Vesturbyggð. "Ég átti alveg eins von á því að Reykvíkingar hefðu þessa afstöðu, þar sem þeir nota flugvöllinn ekki eins mikið og landsbyggðarfólkið sem nýtir hann til að komast til höfuðborgarinnar. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að hafa hann í nágrenni við stjórnsýsluna. Ég fagna því samt að þó þetta margir þeirra sem vilja færa hann úr Vatnsmýrinni vilji hafa hann í nágrenninu."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×