Erlent

Handtóku móðurina

Lögregla hefur handtekið móður fjögurra mánaða drengs sem lést í eldsvoða um helgina. Eldur kom upp í húsi konunnar Danielle Wails og sagði hún að tveir menn hefðu ruðst þangað inn, rotað sig og bundið. Þegar hún vaknaði stóð húsið í ljósum logum og barnið var látið. Lögregla hóf í kjölfarið umfangsmikla leit af mönnunum. Í gær var leitinni hins vegar hætt og í staðinn var kona á þrítugsaldri handtekin. Þótt lögregla hafi ekki fengist til að gefa upp nafn hennar gera fjölmiðlar því skóna að þar sé um Danielle Wails að ræða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×