Innlent

Gjöf til Skógræktarfélag Íslands

Páll Samúelsson, stjórnarformaður Toyota, færði í dag Skógræktarfélagi Íslands að gjöf trjáplöntur, sem duga í fimmtán hektara skóg. Skógræktarfélags Íslands er 75 ára, en félagið var stofnað á alþingishátíðinni á Þingvöllum árið 1930. Á afmælishátíð félagsins, í Vinaskógi á Þingvöllum 25. júní síðastliðinn færði Páll Samúelsson stjórnarformaður Toyotaumboðsins,félaginu 35.000 trjáplöntur að gjöf. Gjöfina tileinkaði hann Vigdísi Finnbogadóttur fyrrv. forseta og Sigurði Blöndal fyrrv. skógræktarstjóra. En hvað fékk Pál til þess að gefa þessa gjöf ? Skógræktarfélag Íslands valdi þessari gjöf stað í útivistarsvæðinu í Esjuhlíðum, og í dag fór þar fram sérstök hátíðargróðursetning. Meðal viðstaddra voru hjónin Páll Samúelsson og Elín S. Jóhannesdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttur borgarstjór, Vigdís Finnbogadóttir, og Sigurður Blöndal.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×