Erlent

Samskipti Pakistan og Ísrael hafið

Utanríkisráðherrar Pakistans og Ísraels hittust í fyrsta sinn opinberlega í morgun. Fundurinn er liður í að liðka fyrir samskiptum landanna, sem ekki hafa átt í stjórnmálasambandi hingað til. Það var Pervez Musharraf, forseti Pakistans, sem skipulagði fundinn, sem fram fer í Istanbúl í Tyrklandi. Jafnvel er búist við að Pakistanar aflétti í kjölfar fundarins banni á ferðalögum til Ísraels, sem verið hefur í gildi um nokkra hríð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×