Innlent

Efnaleki í verksmiðju Össurar

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kvatt að húsnæði stoðtækjafyrirtækisins Össurar að Grjóthálsi klukkan kortér yfir níu í gærkvöldi, eftir að eiturgufur mynduðust þegar starfsmenn Össurar voru að vinna við kar sem innihélt um 200 lítra af salspéturssýru. Loka þurfti nærliggjandi götum, en slökkviliðinu tókst fljótlega að kæla niður karið til að koma í veg fyrir frekari uppgufun. Göturnar voru opnaðar aftur um klukkustund síðar. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík var ekki hætta á ferðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×