Erlent

Glundroði í New Orleans

Algjör glundroði ríkir í New Orleans eftir fellybylinn Katrínu, sem nú er óttast að hafi orðið þúsundum manna að bana. Talið er að allt að hundrað þúsund manns séu enn í borginni, en aðeins fjórðungur þeirra er í Súperdóme höllinni, sem átti að hýsa alla sem ekki kæmust burt. Enn eru mörg hundruð manns á húsþökum og björgunarsveitarmenn eru í stöðugu kappi við tímann. Ray Nagin, borgarstjóri, sagði í gærkvöldi að óttast væri að þúsundir manna hefðu farist í hamförunum. Hann sagði einnig að flestir íbúa New Orleans gætu líklega ekki snúið til síns heima fyrr en eftir fjóra mánuði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×