Innlent

Hagnaðaraukning flugstöðvar

Hagnaður Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á fyrri hluta ársins nam tæplega 320 milljónum króna samanborið við 176 milljónir árið á undan. Hagnaðurinn er að meginhluta tilkominn vegna aukinna tekna af verslunarrekstri dótturfélaga og vegna hagstæðs gengis. Vegur fjölgun farþega sem fara um flugstöðina þyngst í aukningu tekna, en þeim hefur fjölgað um rúm 10% fyrstu sex mánuði ársins miðað við árið 2004. Einnig er rekstur Íslensks markaðar að öllu leyti inni í rekstrartölum þessa árs sem hann var ekki árið 2004



Fleiri fréttir

Sjá meira


×