Innlent

Nýtt fiskveiðiár hafið

Nýtt fiskveiðiár hefst í dag, fyrsta september. Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu fá alls fjögur hundruð áttatíu og fimm skip úthlutað aflamarki, sem nemur samtals rúmlega þrjú hundruð og fjórtán þúsund þorskígildistonnum. Aðeins tveir bátar verða áfram á sóknardögum á fiskveiðiárinu 2005 til 2006, en það er síðasta veiðitímabil undir svokölluðu sóknardagakerfi. Sóknardagar eru átján á tímabilinu, sem er sami fjöldi og á síðasta fiskveiðiári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×