Innlent

Nýr útvarpsstjóri

Páll Magnússon tók við starfi útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins í dag. Hann segir engar stórvægilegar breytingar á fyrstu dögum sínum í embætti. Dagurinn lagðist vel í nýja útvarpsstjórann og hann heilsaði upp á starfsfólkið og ræddi við yfirmenn stofnunarinnar. Hann sagði að starfið legðist vel í sig, hann hefði fengið hlýlegar móttökur í vinnunni í morgun og að hann hlakkaði til að fást við starfið. Hann sagði að sín fyrstu verkefni væru að ganga í nokkra hringi, heilsa fólki, skoða húsið og hugsa sinn gang. Aðspurður hvort hann muni fara að vinna að því að taka Rúv af auglýsingamarkaði sagði hann að hann hefði sagst vera þeirrar skoðunar að hagsmunir Rúv sem almenningsfjölmiðils væri betur borgið að þurfa ekki að skarkast á auglýsingamarkaði eftir svona stóru hlutfalli af sínum tekjum. Hvað verður í þeim efnum verður bara að koma í ljós.  Hann sagði jafnframt að ekki væru stórar breytingar í vændum og sagði að hann hefði ákveðnar hugmyndir sem hann tæki nú við að vega og meta og bera saman við þær hugmyndir sem ríkjandi eru innan dyra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×