Bílddælingar hafna vinnu á Patró 1. september 2005 00:01 Enginn af fyrrum verkamönnum fiskvinnslunar Bílddælings sá sér fært að sækja atvinnu á Patreksfirði þó aðeins sé 25 kílómetra akstur á milli bæjanna, sem tilheyra báðir sveitarfélaginu Vesturbyggð. Svæðisvinnumiðlun Vestfjarða hélt fund á mánudaginn var með starfsfólkinu og kannaði hug þess til að vinna við fiskvinnslu á Patreksfirði ef það yrði sótt á Bíldudal með rútu klukkan hálf sjö að morgni og keyrt aftur að vinnudegi loknum. Einnig var áhugi fólksins fyrir því að flytja til Patreksfjarðar kannaður en enginn hafði hug á því. Fyrrum starfsmaður Bílddælings sem sat fundinn segir að helsta ástæðan fyrir því að enginn geti sótt atvinnu á Patreksfirði sé sú að leikvöllurinn og grunnskólinn á Bíldudal byrji klukkan átta og á hvorugum stað sé hádegismatur, þannig að foreldrar verði að komast heim í hádegi til að sinna börnum. Sigurður Viggósson, framkvæmdastjóri Odda á Patreksfirði, segir að í raun sé ekki raunhæft að skilgreina Patreksfjörð og Bíldudal sem eitt atvinnusvæði þar sem tvær fjallsheiðar, sem oft séu ófærar, skilji að. Vegagerðin byrjar ekki mokstur fyrr en klukkan sjö, á sama tíma og vinnudagurinn hefst í fiskvinnslunni. Guðrún Stella Gissurardóttir, forstöðumaður Svæðisvinnumiðlunar Vestfjarða, segir að þó að Bíldudalur og Patreksfjörður tilheyri sama atvinnusvæði sé ekki þar með sagt að fólk missi atvinnuleysisbæturnar þó svo að það hafni atvinnu á svæðinu. "Það þarf að huga að ýmsum þáttum í aðstöðu fólks og meta hvert tilfelli fyrir sig því þó að nokkrir Bílddælingar vinni nú þegar á Patreksfirði er ekki þar með sagt að hver sem er sjái sér fært að gera það," segir hún. Ástæðan fyrir fundarhöldunum á mánudag var sú að nú þegar hafa tvö fyrirtæki á Patreksfirði sótt um atvinnuleyfi fyrir útlendinga en áður en slík leyfi eru veitt verður að ganga úr skugga um að ekki sé til staðar atvinnulaust fólk sem geti unnið þau störf sem ráða á í. Mestar líkur eru því á að útlendingunum, sem eru vel á þriðja tug, verði veitt atvinnuleyfi innan skamms, að sögn Guðrúnar Stellu. Fréttir Innlent Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
Enginn af fyrrum verkamönnum fiskvinnslunar Bílddælings sá sér fært að sækja atvinnu á Patreksfirði þó aðeins sé 25 kílómetra akstur á milli bæjanna, sem tilheyra báðir sveitarfélaginu Vesturbyggð. Svæðisvinnumiðlun Vestfjarða hélt fund á mánudaginn var með starfsfólkinu og kannaði hug þess til að vinna við fiskvinnslu á Patreksfirði ef það yrði sótt á Bíldudal með rútu klukkan hálf sjö að morgni og keyrt aftur að vinnudegi loknum. Einnig var áhugi fólksins fyrir því að flytja til Patreksfjarðar kannaður en enginn hafði hug á því. Fyrrum starfsmaður Bílddælings sem sat fundinn segir að helsta ástæðan fyrir því að enginn geti sótt atvinnu á Patreksfirði sé sú að leikvöllurinn og grunnskólinn á Bíldudal byrji klukkan átta og á hvorugum stað sé hádegismatur, þannig að foreldrar verði að komast heim í hádegi til að sinna börnum. Sigurður Viggósson, framkvæmdastjóri Odda á Patreksfirði, segir að í raun sé ekki raunhæft að skilgreina Patreksfjörð og Bíldudal sem eitt atvinnusvæði þar sem tvær fjallsheiðar, sem oft séu ófærar, skilji að. Vegagerðin byrjar ekki mokstur fyrr en klukkan sjö, á sama tíma og vinnudagurinn hefst í fiskvinnslunni. Guðrún Stella Gissurardóttir, forstöðumaður Svæðisvinnumiðlunar Vestfjarða, segir að þó að Bíldudalur og Patreksfjörður tilheyri sama atvinnusvæði sé ekki þar með sagt að fólk missi atvinnuleysisbæturnar þó svo að það hafni atvinnu á svæðinu. "Það þarf að huga að ýmsum þáttum í aðstöðu fólks og meta hvert tilfelli fyrir sig því þó að nokkrir Bílddælingar vinni nú þegar á Patreksfirði er ekki þar með sagt að hver sem er sjái sér fært að gera það," segir hún. Ástæðan fyrir fundarhöldunum á mánudag var sú að nú þegar hafa tvö fyrirtæki á Patreksfirði sótt um atvinnuleyfi fyrir útlendinga en áður en slík leyfi eru veitt verður að ganga úr skugga um að ekki sé til staðar atvinnulaust fólk sem geti unnið þau störf sem ráða á í. Mestar líkur eru því á að útlendingunum, sem eru vel á þriðja tug, verði veitt atvinnuleyfi innan skamms, að sögn Guðrúnar Stellu.
Fréttir Innlent Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira