Bílddælingar hafna vinnu á Patró 1. september 2005 00:01 Enginn af fyrrum verkamönnum fiskvinnslunar Bílddælings sá sér fært að sækja atvinnu á Patreksfirði þó aðeins sé 25 kílómetra akstur á milli bæjanna, sem tilheyra báðir sveitarfélaginu Vesturbyggð. Svæðisvinnumiðlun Vestfjarða hélt fund á mánudaginn var með starfsfólkinu og kannaði hug þess til að vinna við fiskvinnslu á Patreksfirði ef það yrði sótt á Bíldudal með rútu klukkan hálf sjö að morgni og keyrt aftur að vinnudegi loknum. Einnig var áhugi fólksins fyrir því að flytja til Patreksfjarðar kannaður en enginn hafði hug á því. Fyrrum starfsmaður Bílddælings sem sat fundinn segir að helsta ástæðan fyrir því að enginn geti sótt atvinnu á Patreksfirði sé sú að leikvöllurinn og grunnskólinn á Bíldudal byrji klukkan átta og á hvorugum stað sé hádegismatur, þannig að foreldrar verði að komast heim í hádegi til að sinna börnum. Sigurður Viggósson, framkvæmdastjóri Odda á Patreksfirði, segir að í raun sé ekki raunhæft að skilgreina Patreksfjörð og Bíldudal sem eitt atvinnusvæði þar sem tvær fjallsheiðar, sem oft séu ófærar, skilji að. Vegagerðin byrjar ekki mokstur fyrr en klukkan sjö, á sama tíma og vinnudagurinn hefst í fiskvinnslunni. Guðrún Stella Gissurardóttir, forstöðumaður Svæðisvinnumiðlunar Vestfjarða, segir að þó að Bíldudalur og Patreksfjörður tilheyri sama atvinnusvæði sé ekki þar með sagt að fólk missi atvinnuleysisbæturnar þó svo að það hafni atvinnu á svæðinu. "Það þarf að huga að ýmsum þáttum í aðstöðu fólks og meta hvert tilfelli fyrir sig því þó að nokkrir Bílddælingar vinni nú þegar á Patreksfirði er ekki þar með sagt að hver sem er sjái sér fært að gera það," segir hún. Ástæðan fyrir fundarhöldunum á mánudag var sú að nú þegar hafa tvö fyrirtæki á Patreksfirði sótt um atvinnuleyfi fyrir útlendinga en áður en slík leyfi eru veitt verður að ganga úr skugga um að ekki sé til staðar atvinnulaust fólk sem geti unnið þau störf sem ráða á í. Mestar líkur eru því á að útlendingunum, sem eru vel á þriðja tug, verði veitt atvinnuleyfi innan skamms, að sögn Guðrúnar Stellu. Fréttir Innlent Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Sjá meira
Enginn af fyrrum verkamönnum fiskvinnslunar Bílddælings sá sér fært að sækja atvinnu á Patreksfirði þó aðeins sé 25 kílómetra akstur á milli bæjanna, sem tilheyra báðir sveitarfélaginu Vesturbyggð. Svæðisvinnumiðlun Vestfjarða hélt fund á mánudaginn var með starfsfólkinu og kannaði hug þess til að vinna við fiskvinnslu á Patreksfirði ef það yrði sótt á Bíldudal með rútu klukkan hálf sjö að morgni og keyrt aftur að vinnudegi loknum. Einnig var áhugi fólksins fyrir því að flytja til Patreksfjarðar kannaður en enginn hafði hug á því. Fyrrum starfsmaður Bílddælings sem sat fundinn segir að helsta ástæðan fyrir því að enginn geti sótt atvinnu á Patreksfirði sé sú að leikvöllurinn og grunnskólinn á Bíldudal byrji klukkan átta og á hvorugum stað sé hádegismatur, þannig að foreldrar verði að komast heim í hádegi til að sinna börnum. Sigurður Viggósson, framkvæmdastjóri Odda á Patreksfirði, segir að í raun sé ekki raunhæft að skilgreina Patreksfjörð og Bíldudal sem eitt atvinnusvæði þar sem tvær fjallsheiðar, sem oft séu ófærar, skilji að. Vegagerðin byrjar ekki mokstur fyrr en klukkan sjö, á sama tíma og vinnudagurinn hefst í fiskvinnslunni. Guðrún Stella Gissurardóttir, forstöðumaður Svæðisvinnumiðlunar Vestfjarða, segir að þó að Bíldudalur og Patreksfjörður tilheyri sama atvinnusvæði sé ekki þar með sagt að fólk missi atvinnuleysisbæturnar þó svo að það hafni atvinnu á svæðinu. "Það þarf að huga að ýmsum þáttum í aðstöðu fólks og meta hvert tilfelli fyrir sig því þó að nokkrir Bílddælingar vinni nú þegar á Patreksfirði er ekki þar með sagt að hver sem er sjái sér fært að gera það," segir hún. Ástæðan fyrir fundarhöldunum á mánudag var sú að nú þegar hafa tvö fyrirtæki á Patreksfirði sótt um atvinnuleyfi fyrir útlendinga en áður en slík leyfi eru veitt verður að ganga úr skugga um að ekki sé til staðar atvinnulaust fólk sem geti unnið þau störf sem ráða á í. Mestar líkur eru því á að útlendingunum, sem eru vel á þriðja tug, verði veitt atvinnuleyfi innan skamms, að sögn Guðrúnar Stellu.
Fréttir Innlent Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Sjá meira