Erlent

Leiðtogar heims fagna Samstöðu

Stofnun Samstöðu er sögð hafa verið hvatinn að mestu breytingum sem orðið hafa í Evrópu á síðustu áratugum, falli Berlínarmúrsins, lokum kalda stríðsins og upprisu sjálfstæðishreyfinga í Úkraínu og Georgíu. Í útimessu sem haldin var að tilefni hátíðarhaldanna var Jóhannes Páll páfi II heitinn heiðraður fyrir sögulegan þátt sinn í stofnun Samstöðu. Lech Walesa hefur oft þakkað Jóhannesi Páli fyrir að hafa gefið Pólverjum innblástur í heimsókn sinni til landsins 1979 sem hafi verið grunnurinn að stofnun Samstöðu. Í messu sem páfi hélt gagnrýndi hann meðal annars kommúnistastjórn Póllands. Ári síðar hófst 18 daga verkfall í Lenín-skipasmíðastöðinni í Gdansk og á fleiri stöðum, sem var undanfari friðsamrar byltingar í Póllandi sem lauk 1989.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×