Innlent

Meirihluti vill flytja flugvöllinn

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra segir niðurstöðurnar mjög athyglisverðar. "Mér finnst í rauninni ótrúlega mikill stuðningur að 36 prósent geti sætt sig við flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni. Eins og umræðan hefur verið neikvæð, kemur þetta mér á óvart. Ef við gæfum okkur að Löngusker væri útilokaður kostur, þá gef ég mér að niðurstaðan væri önnur." Sturla telur að það sé mikilvægt að borgarbúar hafi fyrir sér raunverulega kosti, áður en þeir taka ákvörðun um hvort þeir vilji halda í flugvöllinn. Fram að því skuli fara varlega í að meta skoðanakannanir og bendir Sturla á að verið sé að vinna úttekt á þremur valkostum: Keflavík, Lönguskerjum og Álftanesi. "Vinnan er í fullum gangi og vonandi tekst að ljúka henni fyrr en seinna."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×