Innlent

Tölvukaupalán misjöfn

Fartölvulán og tryggingar þær sem ýmsir keppast um að bjóða nemendum þessa dagana eru mjög misjöfn samkvæmt úttekt Alþýðusambands Íslands. Þannig reyndist vera allt að 40 prósenta munur á hæsta og lægsta tilboði í fartölvutryggingar miðað við sömu forsendur í öllum tilvikum. Tölvukaupalán eru aðallega þrenns konar: skuldabréf, afborgunarsamningar eða yfirdráttarlán. Minnsti lántökukostnaður á skuldabréfaláni reyndist vera hjá S-24 en mestur kostnaður vegna tölvukaupaláns reyndist vera hjá VÍS.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×