Innlent

13.770 skora á stjórnvöld

Fulltrúar Félags íslenskra bifreiðaeigenda gengu í dag á fund Geirs H. Haarde fjámálaráðherra og afhentu honum áskorun FÍB og tæplega 14 þúsund Íslendinga um að lækka álögur á bifreiðaeldsneyti. Fjármálaráðherra tók við undirskriftalistunum og sagði við það tækifæri að engin ákvörðun hefði verið tekin innan ríkisstjórnarinnar eða fjármálaráðuneytisins um skattabreytingar. Hann útilokaði þó ekkert í þeim efnum en sagði jafnframt að það væri í verkahring Alþingis að breyta lögum um skattheimtu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×