Erlent

Lýsa ábyrgð á Lundúnaárásum

Í myndbandsupptöku sem birt var í gær lýsti Ayman al-Zawahri, sem talinn er vera næstæðsti maður al-Kaída, yfir ábyrgð hryðjuverkanetsins á sjálfsmorðssprengjuárásunum í Lundúnum 7. júlí síðastliðinn. Á upptökunni er einnig kveðjuávarp eins af sprengjumönnunum fjórum, Mohammad Sidique Khan. Í ávarpinu lýsir Khan almenna borgara á Vesturlöndum sjálfa ábyrga fyrir hryðjuverkaárásunum sem þeir verði fyrir. Í sínum hluta myndbandsins hótar al-Zawahri Vesturlöndum "frekari hörmungum".



Fleiri fréttir

Sjá meira


×