Pepsi Max-deild karla

Pepsi Max-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Umfjöllun: Langþráður sigur Keflvíkinga

    Keflvíkingar unnu mikilvægan 1-0 sigur á Valsmönnum á Hlíðarenda í dag. Leikurinn var nokkuð jafn en mark Ísaks Arnar Þórðarsonar skildu liðin að. Hagur Keflvíkinga í botnbaráttunni vænkast en draumur Valsmanna um Evrópusæti er veikari þó hann sé enn á lífi.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Jafntefli í Grindavík

    Grindavík og Stjarnan gerðu 2-2 jafntefli í fjörugum leik í Grindavík í kvöld. Bæði lið eru því ósigruð í sex leikjum en bæði lið gera full mikið af jafnteflum til að færa sig ofar í töflunni.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Arnar tryggði Fram mikilvægan sigur á Blikum

    Framarar eru ekki búnir að gefast upp í fallbaráttu Pepsi-deildar karla því þeir náðu í þrjú mikilvæg stig með því að vinna 1-0 sigur á fráfarandi Íslandsmeisturum Breiðabliks á Laugardalsvellinum í dag. Arnar Gunnlaugsson skoraði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleikinn.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Sögulegt sumar hjá KR

    Sumarið 2011 er þegar orðið sögulegt fyrir KR-inga, sem eru á góðri leið með að verða fyrsta félagið á þessari öld sem vinnur tvöfalt (síðast KR árið 1999), það er verður bæði Íslandsmeistari og bikarmeistari. Strákarnir hans Rúnars Kristinssonar hafa þegar unnið bikarinn og í síðasta leik sínum settu þeir nýtt met með því að verða fyrsta liðið sem leikur 21 leik inn í tímabil án þess að bíða ósigur.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Öll félög í vandræðum

    „Við erum að glíma við lausafjárvanda. Valur er ekki í greiðslustöðvun. Nú erum við að ganga í samningamál við okkar leikmenn,“ segir Friðjón R. Friðjónsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, um þau vandræði sem félagið glímir við þessa dagana.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Valsmenn í vandræðum

    Friðjón R. Friðjónsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, staðfesti við Vísi í dag að knattspyrnudeildin hefði hafið þá vinnu að semja við leikmenn félagsins á nýjan leik þar sem illa gengur að standa við fjárhagslegar skuldbindingar við leikmenn.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    KFR og KV upp í 2. deild

    Knattspyrnuliðin KFR og KV tryggðu sér í kvöld sæti í 2. deild karla en liðin höfðu betur í sínum viðureignum í undanúrslitum 3. deildarinnar.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Vona að Valsmenn fái pening fyrir mig

    Guðjón Pétur Lýðsson, sem hefur að margra mati verið besti leikmaður Vals í sumar, hefur leikið sinn síðasta leik fyrir félagið. Valsmenn lánuðu hann í gær til sænska úrvalsdeildarliðsins Helsingborg en Helsingborg hefur síðan forkaupsrétt á Guðjóni eftir tímabilið.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Guðmundur Reynir æfir með Brann

    Guðmundur Reynir Gunnarsson, vinstri bakvörður KR, er um þessar mundir við æfingar hjá norska félaginu Brann í Bergen. Fjallað er um Guðmund Reyni á heimasíðu félagsins og hann tekinn tali.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    KR-liðið fór í óvissuferð í dag

    KR-ingar fögnuðu sigrinum á Fram í Pepsi-deildinni í gær með því að skella sér í árleg óvissuferð í dag. Það sást til alls hópsins við Búlluna á Geirsgötu og Vísir forvitnaðist um málið hjá þjálfaranum Rúnari Kristinssyni.

    Íslenski boltinn