Íslenski boltinn

Lagerbäck jákvæður gagnvart landsliðsþjálfarastarfinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lars Lagerbäck.
Lars Lagerbäck. Nordic Photos / Getty Images
Lars Lagerbäck, fyrrum þjálfari sænska landsliðsins, sagði í viðtali við vefsíðuna Sammarinn.com í fyrra að til greina kæmi hjá honum að þjálfa íslenska landsliðið einn daginn.

Lagerbäck er einn þeirra sem hafa verið nefndir á nafn í tengslum við landsliðsþjálfarastarfið en Ólafur Jóhannesson mun ekki fá nýjan samning við KSÍ að lokinni undankeppni EM 2012.

Lagerbäck þjálfaði sænska landsliðið frá 2000 til 2009 og var starfandi hjá sænska knattspyrnusambandinu í tæpa tvo áratugi. Hann stýrði svo landsliði Nígeríu á HM í Suður-Afríku síðastliðið sumar.

Í viðtalinu, sem má lesa hér, segir Lagerbäck að hann geti vel hugsað sér að þjálfa félagslið eða annað landslið. Spurður hvort kæmi til greina að þjálfa íslenska landsliðið var svarið einfalt: „Ekki spurning."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×