Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

„Las þetta allt í drasl í gamla daga“

Norðlenskir krakkar sem elska ævintýri Tove Jansson mega heldur betur hlakka til því í Kjarnaskógi er verið að reisa Múmínskóg með öllu tilheyrandi. Framkvæmdastjóri skógræktarfélags Eyfirðinga segir hugmyndina hafa sprottið út frá síberíulerkinu, því trén eru heilt ævintýri í sjálfu sér.

Lífið
Fréttamynd

Þor­gerður brák grafin úr gleymsku

Í tilefni af Brákarhátíð, árlegri sumarhátíð Borgarbyggðar, hefur Jónný Hekla Hjaltadóttir gert stutta myndasögu í japönskum manga-stíl sem fjallar um Þorgerði brák, írskan þræl og fóstru Egils Skallagrímssonar, sem hátíðin heitir eftir.

Lífið
Fréttamynd

„Þú gerir heiminn að betri stað“

Grammy-verðlaunahafinn og tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir sendi kærastanum sínum, Charlie Christie, stutta en afar einlæga kveðju á Instagram í tilefni afmælis hans í gær.

Lífið
Fréttamynd

Stálu senunni í París

Menningarhöfuðborgin París iðar af tískulífi um þessar mundir og stærstu stjörnur heims láta sig ekki vanta á sjóðheitar sýningar tískurisa á borð við Louis Vuitton. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Ástin kviknaði á Humarhátíð

Söngkonan og Eurovision farinn Diljá Pétursdóttir fagnar tímamótum í dag þar sem hún og kærasti hennar Róbert Andri Drzymkowski hafa verið ástfangin í akkúrat tvö ár.

Lífið
Fréttamynd

Neista­laus trekantur leiðin­lega fólksins

Materialists er rómantísk gamanmynd sem fjallar um ástarþríhyrning hjónabandsmiðlara, ríks fjárfestis og fátæks leikara. Myndina skortir þó tvennt: gamanið og rómantíkina. Eftir stendur mynd um grunnhyggið, óspennandi og leiðinlegt fólk.

Gagnrýni
Fréttamynd

Zendaya sást í mið­bænum

Bandaríska kvikmyndastjarnan Zendaya sást á götum miðborgarinnar í dag en hún er hér á landi ásamt einvala liði Hollywood-stjarna við tökur á nýrri mynd Christopher Nolans, Ódysseifskviðu. 

Lífið
Fréttamynd

Barna­há­tíðin Kátt snýr aftur

Barnahátíðin Kátt verður haldin um næstu helgi sem hluti af Björtum dögum í Hafnarfirði. Einn skipuleggjenda hvetur foreldra til mæta með börn á öllum aldri enda nóg af viðburðum í boði fyrir alla aldurshópa.

Lífið
Fréttamynd

Um­breyta Þjóð­leik­hús­kjallaranum í kabarettklúbbinn Kit Kat

Spánnýtt leikfélag ætlar að umbreyta Þjóðleikhúskjallaranum í hinn fræga kabarettklúb Kit Kat næsta vetur. Félagið, sem stofnað var í vetur, stendur nú að opnum prufum og leitar að fjölbreyttum hópi leikara, söngvara og dansara í metnaðarfulla uuppfærslu af hinum sígilda söngleik Kabarett.

Lífið
Fréttamynd

Myndaveisla: Þær voru fjallkonur um land allt í ár

Íslendingar fögnuðu þjóðhátíðardeginum þriðjudaginn síðastliðinn, og venju samkvæmt var gjöldi glæsilegra kvenna sem tók að sér hlutverk fjallkonunnar um land allt. Hefð er fyrir því að fjallkona flytji ljóð eða annað erindi á hátíðardagskrá þjóðhátíðardagsins.

Lífið
Fréttamynd

Taktu þátt í sumar­bóka­viku á Bylgjunni og Vísi

Bókasumarið mikla er runnið upp! Sumarbókavika verður haldin á Bylgjunni og Vísi dagana 23.-27. júní. Félag íslenskra bókaútgefenda gefur fimmtán lestrarhestum veglega bókapakka auk þess sem einn þeirra fær gistingu fyrir tvo í eina nótt með morgunverði og þriggja rétta kvöldverði á Íslandshóteli að eigin vali.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Ein­læg skellibjalla sem stefnir á stóra sviðið

„Umhverfið, náttúran, fólk, tónlist, leikhús. Ég á alveg erfitt með að sitja kjurr í leikhúsi, langar bara inn í leikritið og vera með,“ segir hin brosmila og einlæga Anna Margrét Káradóttir, spurð hvað veiti henni innblástur í lífinu. 

Lífið
Fréttamynd

Kvik­mynda­skólinn lifir og skóla­gjöld verða hóf­legri

Skráning er hafin fyrir nýnema í haust á vef Kvikmyndaskóla Íslands. Góður gangur þykir í viðræðum mennta- og barnamálaráðuneytisins og Rafmenntar, og ljóst þykir að nám haldi áfram við skólann í haust. Skólagjöld verða hóflegri en áður, og mun hver önn kosta 390 þúsund krónur.

Innlent
Fréttamynd

Ragga Gísla og Hips­um­haps á Innipúkanum sem færir sig um set

Ragga Gísla og Hipsumhapps snúa bökum saman og koma fram í sameiningu í fyrsta sinn á tónlistarhátíðinni Innipúkanum í Reykjavík um verslunarmannahelgina, 1. til 3. ágúst. Hátíðin flytur sig nú um set og verður haldinn í Austurbæjarbíó í stað Ingólfsstrætis þar sem hátíðin hefur verið haldin síðustu ár.

Lífið
Fréttamynd

Væb fara í tón­leika­ferð um Evrópu

Bræðurnir í hljómsveitinni Væb hafa tilkynnt um tónleikaferðalag um Evrópu í febrúar og mars á næsta ári. Tónleikaferðin hefst í Þrándheimi í Noregi 20. febrúar 2026.

Lífið
Fréttamynd

Skapandi fram­tíð – for­varnir og fé­lags­starf í Hafnar­firði

Íslensk ungmenni eru í meginatriðum ekki frábrugðin jafnöldrum sínum annars staðar í heiminum, né eru þau í grundvallaratriðum ólík fyrri kynslóðum. Í gegnum tíðina hefur hver kynslóð horft gagnrýnið á þá næstu og haft áhyggjur af samfélagsbreytingum og áhrifum þeirra á lífsstíl og gildi ungs fólks. Þrátt fyrir slíkar áhyggjur eru viðfangsefni ungmenna alltaf í þróun og endurspegla tíðarandann hverju sinni.

Skoðun
Fréttamynd

„Þetta var eins og draumur sem ætlaði aldrei að taka enda“

Árið 1974 fékk RAX það verkefni að ljósmynda þriggja daga þjóðhátíð sem haldin var á Þingvöllum í tilefni 1100 ára byggðar á Íslandi. Hann var aðeins 16 ára gamall og verkefnið var risavaxið í hans augum. „Ég vildi ekki bregðast svo ég tók myndir af öllu.“ Sagði RAX um reynsluna.

Lífið
Fréttamynd

Quarashi aftur á svið

Íslenska hljómsveitin Quarashi stígur á svið á tónlistarhátíðinni Lopapeysan sem fer fram fyrstu helgina í júlí á Akranesi. Sveitin starfaði í átta ár og lagði upp laupana árið 2004.

Lífið
Fréttamynd

Mikil stemning á Íslandshátíð í Tívólí í Kaup­manna­höfn

Haldið var upp á þjóðhátíðardag Íslendinga í gær í Tívólíinu í Kaupmannahöfn fjórða árið í röð. Fjöldi íslenskra tónlistarmanna kom fram á hátíðinni auk þess sem hægt var að fá andlitsmálningu og kaupa ýmsan varning á markaði sem stóð yfir allan daginn.

Lífið
Fréttamynd

Merktur LXS skvísunum fyrir lífs­tíð

„Eins og LXS stelpurnar að ganga frá ykkur,“ syngur rapparinn Birnir í laginu LXS sem er með vinsælustu lögum landsins um þessar mundir. Þar vísar hann í raunveruleikastjörnu- og ofurskvísuhópinn LXS sem eru góðar vinkonur kappans en vináttan var innsigluð með húðflúri síðastliðinn mánudag. 

Lífið
Fréttamynd

Mos Def stað­festur og unnið að fleiri tón­leikum í stað Lóu

Enn er unnið að því að finna nýjar dagsetningar fyrir listamenn sem áttu að koma fram á tónlistarhátíðinni Lóu næstu helgi. Tilkynnt var í gær að hátíðinni hafi verið aflýst. Búið er að staðfesta að (Mos Def) eða Yasiin Bey komi fram á Íslandi þann 9. maí á næsta ári í staðinn.

Lífið