Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Joe Don Baker látinn

Bandaríski leikarinn Joe Don Baker, sem lék meðal annars tvær ólíkar persónur í kvikmyndum um breska njósnarann James Bond, er látinn, 89 ára að aldri.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan

Netverji sem var að rifja upp hverjir léku í frægri kvikmynd Michael Mann, Heat frá 1995, spurði leitarvélina Google hvort bandaríski stórleikarinn Marlon heitinn Brando hefði verið í glæstum leikarahóp myndarinnar. Svarið var á þá leið að Marlon Brando væri ekki á lóðaríi.

Lífið
Fréttamynd

Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum

Forsvarsmenn kvikmyndahátíðarinnar í Cannes opinberuðu í morgun nýja reglu um að leikarar sem hafa verið sakaðir um kynferðislegt ofbeldi, megi ekki ganga eftir rauða dreglinum. Reglan nýja snýr beint að franska leikaranum Théo Navarro-Mussy, sem leikur í Dossier 137.

Lífið
Fréttamynd

Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025

Hljómsveitin Stuðlabandið eru höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins í ár. Lagið heitir Við eldana og var frumflutt í Brennslunni á FM957 í morgun. Hlusta má á lagið neðar í fréttinni.

Lífið
Fréttamynd

Lífið í LA smá eins og banda­rísk bíó­mynd

„Ég held ég hafi alveg staðið mig vel í að færa smá Ísland með mér til LA,“ segir Carmen Tryggvadóttir sem er fædd og uppalin í Kaliforníu en heldur stöðugri tengingu við Ísland. Í dag ferðast hún víða um heim þar sem hún vinnur í teymi íslensku stórstjörnunnar Laufeyjar. Blaðamaður ræddi við Carmen um ævintýrin og lífið.

Lífið
Fréttamynd

Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur

Streymisveitan Max, sem hét áður HBO Max, hefur fengið nýtt nafn. Hún heitir nú aftur HBO Max. Upprunalega hét streymisveitan HBO Now. Þegar Warner Bros. Discovery varð til árið 2020 fékk hún nafnið HBO Max en árið 2023 var sú ákvörðun tekin að breyta nafninu í Max.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliða­ár­dal

Myndlistarmaðurinn Árni Már Þ. Viðarsson hefur komið víða við í listheiminum og er meðal annars eigandi Gallery Port. Hann heldur ótrauður áfram að fara nýjar leiðir og opnar sýninguna Auðmannsgleði í Elliðaárdal næstkomandi laugardag á kaffihúsinu Elliða.

Menning
Fréttamynd

Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum

„Maður reynir að endurtaka sig ekki því það er agalegt,“ segir rithöfundurinn Yrsa Sigurðardóttir. Yrsa er einhver farsælasti og þekktasti rithöfundur landsins og hefur haldið lesendum víða um heim á tánum í fjölda ára. Blaðamaður ræddi við Yrsu um lífið, skrifin og sjónvarpsseríuna Reykjavík 112 sem er byggð á bók hennar DNA.

Lífið
Fréttamynd

„Ég fæddist fyrir þessa stund“

Síðasta rennsli Væb-strákanna á Eurovision-atriði þeirra gekk eins og í sögu. Nú styttist í stóru stundina en þeir eru fyrstir á svið klukkan 19 í kvöld. 

Lífið
Fréttamynd

Að skapa fram­tíð úr for­tíð

Menningarferðaþjónusta byggir að miklu leyti á því að búa til áfangastaði sem byggja á sögum og óáþreifanlegum menningararfi. Í nýrri ferðamálastefnu stjórnvalda, sem kynnt var í fyrra, er menningarferðaþjónustu í fyrsta skipti gefinn gaumur með formföstum hætti.

Skoðun
Fréttamynd

Sak­felldur fyrir að hafa beitt konur kyn­ferði­sof­beldi

Franski leikarinn Gerard Depardieu var í morgun fundinn sekur um að hafa beitt tvær konur kynferðisofbeldi árið 2021. Dómur féll í París í morgun en konurnar tvær voru samstarfskonur leikarans við tökur á myndinni Les Volets Verts árið 2021. Leikarinn var dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi.

Erlent
Fréttamynd

Dr. Bjarni er látinn

Bjarni Hjaltested Þórarinsson listamaður, sem iðulega var kallaður dr. Bjarni, er látinn. Bjarni var 78 ára gamall. 

Innlent
Fréttamynd

Halla á hátíðarsýningu Attenborough

Það var margt um manninn í Smárabíói síðastliðinn föstudag á hátíðarsýningu Hafsins, nýjustu myndar Davids Attenborough. Meðal gesta voru forseti Íslands, Halla Tómasdóttir og eiginmaður hennar Björn Skúlason, en vinur þeirra hjóna, enski athafnamaðurinn Jasper Smith sem er eigandi Arksen, er einn af framleiðendum myndarinnar og kom hann sérstaklega til landsins til að taka þátt í viðburðinum.

Lífið
Fréttamynd

Norður­ljósin séu svalasta undur veraldar

Keppandi Ástralíu í Eurovision í ár segist elska að prakkarast með strákunum í Væb. Þá hafi hann alltaf langað til að heimsækja Ísland þar sem hann telur norðurljósin svalasta undur veraldar. 

Lífið
Fréttamynd

Mál­verk af Græn­landi undir stjórn Trumps vekur at­hygli

Málverk sem danskur listamaður málaði af því hvernig Nuuk gæti litið út ef Donald Trump nær að taka yfir Grænland hefur vakið mikla athygli. Eftirprentanir af myndinni voru til sölu í Nuuk á sama tíma og Friðrik Danakonungur heimsótti höfuðstað Grænlands fyrir tveimur vikum. Greinarhöfundur bandaríska stórblaðsins Wall Street Journal segir myndina dæmi um það hvernig yfirlýsingar Trumps hafa slegið til baka.

Erlent
Fréttamynd

Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyja­manna vill ekki sjá

Listamaðurinn Ólafur Elíasson fær hátt í 88,5 milljónir króna frá ríkinu og Vestmanneyjabæ fyrir minnisvarða um eldgosið í Heimaey sem til stendur að reisa á Eldfelli. Þá er ótalinn kostnaður vegna gerðar göngustígs og annarra framkvæmda sem fyrirhugaðar eru á svæðinu en áætlaður heildarkostnaður gæti numið allt að 220 milljónum. Ríflega sex hundruð manns hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem minnisvarðanum er mótmælt.

Innlent
Fréttamynd

Reyna enn einu sinni að ræða fram­tíð MÍR á aðal­fundi

Framtíð sögufrægs menningarfélags Íslands og Rússlands og sala á húsnæði félagsins er á dagskrá aðalfundar sem boðað hefur verið til í vikunni. Deilur um félagið hafa komið í veg fyrir að lyktir fáist um hvoru tveggja í þrjú ár en síðasta tilraun til aðalfundar leystist upp í stimpingum.

Innlent