Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bandaríski leikarinn Chris Evans, þekktastur fyrir að leika ofurhetjuna Kaftein Ameríku, og eiginkona hans, portúgalska leikkonan Alba Baptista, eru orðnir foreldrar. Þau hafa reynt að halda sambandi sínu utan sviðsljóssins en fjölmiðlum áskotnaðist fæðingarvottorð nýfæddrar stúlkunnar. Bíó og sjónvarp 29. október 2025 11:47
Cecilie tekur við af Auði Cecilie C. Ragnheiðardóttir Gaihede hefur verið ráðin nýr forstöðumaður Myndlistarmiðstöðvar til fimm ára frá 1. desember 2025. Menning 29. október 2025 09:54
Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg „Það er svo mikill sársauki sem fylgir ástarsorg,“ segir tónlistarmaðurinn Darri sem hefur farið í gegnum miklar breytingar í lífi sínu og listsköpun sinni að undanförnu. Hann hefur verið virkur í íslensku tónlistarlífi í yfir áratug og ræddi við blaðamann um glænýtt upphaf. Tónlist 29. október 2025 07:03
Til hamingju Víkingur Heiðar! Árið 2008 hitti ég Víking Heiðar í fyrsta sinn. Hann tók þátt í tónleikaröð fyrir rísandi stjörnur í klassískri tónlist, en viðburðurinn var hluti af sérstakri menningarhátíð sem ég átti þátt í að undirbúa í Brussel. Þarna birtist þessi hógværi hlýlegi maður og spilaði einstaklega fallega fyrir nokkuð stóran hóp í sal eins helsta menningarhúss Brussel, Palais de Bozar. Skoðun 28. október 2025 19:31
Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Snjónum hefur kyngt niður í dag og stefndi lengi vel í að snjóstormur myndi ríða yfir í kvöld. Ekkert virðist ætla að verða af storminum en færðin er áfram illfær. Hvað er þá betra en að horfa á fólk sem innilokað vegna snjóstorms? Bíó og sjónvarp 28. október 2025 18:00
Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Næsta mynd um James Bond er byrjuð í framleiðslu og Jeff Bezos, forstjóri Amazon sem er rétthafinn að spæjaranum, er sagður vilja leikkonuna Sydney Sweeney sem næstu Bond-stúlku. Sweeney vafðist tunga um tönn þegar hún var spurð út í orðróminn og sagðist mundu skemmta sér betur sem Bond sjálfur. Bíó og sjónvarp 28. október 2025 14:28
Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Leikkonan Prunella Scales, sem er þekktust fyrir að leika hótelstjórann Sybil Fawlty í bresku grínþáttunum Fawlty Towers, er látin, 93 ára að aldri. Bíó og sjónvarp 28. október 2025 12:09
Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu The Definitive Rat Pack metsölusýning frá West End í London kemur til Íslands í fyrsta skipti og verður sýnd í Eldborgarsal Hörpu 27. mars 2026, aðeins þetta eina kvöld. Lífið samstarf 28. október 2025 08:35
Meðalmennskan plagar Brján Þrátt fyrir frumlega hugmynd, ágætis leikara og sterka byrjun renna grínþættirnir Brjánn fljótt út í sandinn. Þar vegur þyngst skortur á almennilegu gríni og óspennandi framvinda. Gagnrýni 28. október 2025 07:03
„Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Sænski leikarinn Björn Andrésen, sem varð heimsfrægur sem „fallegasti drengur í heimi“ þegar hann lék í kvikmyndinni Dauðinn í Feneyjum árið 1971, er látinn, 70 ára að aldri. Bíó og sjónvarp 27. október 2025 16:23
Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Svo mikil aðsókn og troðningur var á sýningu í Stykkishólmi á laugardaginn að listakonan ætlar að endurskoða fyrirkomulagið fyrir næstu sýningu. Eftirspurn var mikil og dæmi um að hlutir hafi brotnað í troðningnum. Listakonan segir líklega tilefni til að hækka verðið á verkum sínum. Lífið 27. október 2025 15:57
Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Þórdís Dröfn Andrésdóttir hlaut í dag Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2025 fyrir ljóðahandritið Síðasta sumar lífsins. Upphæð verðlaunafjár nemur einni milljón króna og kemur bókin út hjá bókaútgáfunni Benedikt. Menning 27. október 2025 15:18
Barist upp á líf og dauða Danskeppnin Street Dans Einvígið var haldin í Iðnó fyrr í mánuðinum og var mikið um dýrðir. Keppt var í bæði flokki unglinga og fullorðinna í ýmsum dansstílum. Lífið 27. október 2025 14:01
„Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ „Ég fór í ísbíltúr með Maroni Birni í fyrradag og ég get ekki hætt að hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði,“ segir rapparinn Aron Kristinn í TikTok-myndbandi sem hann birti nýverið. Lífið 27. október 2025 11:28
Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Tónlistarmaðurinn Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison segir fátt verra fyrir listamenn en að verða góðir með sig og byrja að taka sig hátíðlega. Lífið 27. október 2025 08:50
Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Brennu - Njáls saga er í miklu uppáhaldi hjá nemendum Hvolsskóla á Hvolsvelli enda lesa allir nemendur 10. bekkjar söguna og halda sérstakan dag, sem opin er öllum þar sem Njálssaga er lesinn og dagskráin brotin upp með söng nemenda. Innlent 26. október 2025 20:06
Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, og glæpasagnahöfundurinn Ragnar Jónasson munu gefa út nýja skáldsögu. Sagan nefnist Franski spítalinn. Menning 26. október 2025 12:10
Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti „Í dag er sambandið við sjálfa mig mjög fallegt. Það hefur verið stormasamt og það eru margir sem þekkja þá sögu,“ segir myndlistarkonan Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir sem var að opna sýninguna Í fangi þínu má ég vera þú, má ég vera lítil. Herdís málar stórkostlega falleg ólíumálverk sem minna á gömlu meistarana og hefur alltaf farið eigin leiðir í lífinu. Lífið 26. október 2025 07:02
Getur alls ekki verið einn „Þessi ákvörðun hefur algjörlega breytt lífi mínu,“ segir upprennandi tónlistarmaðurinn Elvar Orri Palash Arnarsson. Elvar Orri skaust upp á stjörnuhimininn fyrr á árinu en hefur verið að gera tónlist í mörg ár og á eitt heitasta lag ársins, Miklu betri einn. Blaðamaður ræddi við hans um lífið og tilveruna. Lífið 25. október 2025 07:01
Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Það er staðreynd að á Íslandi og útfrá landinu starfar danslistafólk sem er viðurkennt meðal þeirra fremstu í heiminum. Það birtist m.a. í því að við eigum listrænna stjórnendur sumra af stærstu dansflokkum heimsins, í fjölda alþjóðlegra sýningarferðlaga danslistafólks okkar og verðlauna og viðurkenninga bæði hér heima sem og erlendis. Skoðun 24. október 2025 20:30
Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Snorri Helgason sýnir hvernig á að elda dýrindis smjörsteikta bleikju með ýmiss konar gúmmelaði á einni pönnu. Bleikjuna parar hann við smjörkennda hvítvínið Tessier Mersault frá 2022 og tónlist kántrísöngvarans Townes van Zandt. Uppskriftir 24. október 2025 17:02
Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð í Reykjavík fer fram í tólfta sinn frá 25. október til 2. nóvember. Sýndar verða nýjar myndir í bland við gamlar auk fjölda annarra viðburða. Hátíðin lendir bæði á hrekkjavöku og vetrarfríi grunnskóla þannig það er ærið tilefni fyrir krakkana að kíkja í bíó. Menning 24. október 2025 11:46
Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Þakklæti sveif yfir vötnum í Bíó Paradís síðdegis í gær þegar myndin Takk Vigdís var frumsýnd fyrir troðfullum sal. Í myndinni ræðir Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir við fyrrum samstarfsfólk Vigdísar Finnbogadóttur, vini og fjölskyldu um forsetatíð hennar og þrautargönguna að embættinu. Þá rifja fjölmargir Íslendingar upp áhrifarík augnablik sem tengjast Vigdísi. Lífið 24. október 2025 09:21
Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Tónleikamyndin Björk: Cornucopia, er gefin út í dag í fyrsta sinn. Í tilkynningu segir að Cornucopia sé metnaðarfyllsta sýning Bjarkar til þessa. Kvikmyndaútgáfunni er leikstýrð af Ísoldi Uggadóttur. Lífið 24. október 2025 08:50
Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Í dag mun Létt Bylgjan breytast í jólastöð og verða einungis spiluð jólalög á stöðinni allan sólarhringinn fram að jólum. Stefán Valmundarson, útvarpsstjóri Sýnar, segir að öll klassísku jólalögin verði á sínum stað. Allt frá Mariuh Carey og Wham! yfir í Bjögga Halldórs og Helga Björns. Tónlist 24. október 2025 08:02
Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? „Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness og af hverju?“ Þannig hljóðar spurningin sem blaðamaður lagði fyrir níu ólíka Laxness-lesendur. Svörin voru fjölbreytt, rétt eins og höfundarverk Nóbelskáldsins, en bókin sem bar oftast á góma kom þó nokkuð á óvart. Menning 24. október 2025 07:09
„Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ „Er lífið ekki dásamlegt?“ skrifaði Gunnar Helgason, leikari og rithöfundur, við fallega fjölskyldumynd sem hann deildi á samfélagsmiðlum í gær. Lífið 23. október 2025 14:08
Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum gerir í dag aðgengilega nýja Íslensk-enska veforðabók. Hún er tíunda tvímálaorðabókin sem stofnunin hefur birt undanfarin fjórtán ár. Menning 23. október 2025 10:58
Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Kanadíski sagnfræðingurinn Ryan Eyford er handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025. Verðlaunin eru árlega veitt einstaklingi sem brotið hefur blað með störfum sínum í þágu tungumála, menningar og þýðingastarfs. Menning 23. október 2025 10:35
Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Íslensku sjónvarpsverðlaunin verða haldin í fyrsta sinn fimmtudagskvöldið 30. október í Gamla bíói og kemur þá í ljós hver það verða sem þóttu standa fram úr í sjónvarpi á árunum 2023 og 2024. Lífið 23. október 2025 09:30