Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

„Þetta er komið út fyrir öll mörk“

Málþóf um veiðigjaldafrumvarpið er komið út fyrir öll mörk, segir prófessor við Háskólann á Akureyri, sem tengir óánægju með stjórnarandstöðuna við stöðuna á Alþingi. Það yrði heiftarlegt áfall fyrir ríkisstjórnina ef ekki tekst að afgreiða veiðigjaldafrumvarpið.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ragna yfir­gefur Alþingi mánuði fyrr en á­ætlað var

Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, hefur fallist á beiðni Rögnu Árnadóttur um lausn frá embætti skrifstofustjóra Alþingis frá 1. júlí í stað 1. ágúst næstkomandi eins og áætlað var. Ragna hafði áður beðist lausnar til að taka við embætti forstjóra Landsnets.

Innlent
Fréttamynd

Mikill minni­hluti telur stjórnar­and­stöðuna standa sig vel

Samfylkingin og Viðreisn eru einu flokkarnir sem fleiri telja hafa staðið sig vel en illa á síðasta þingvetri í skoðanakönnun Maskínu. Mikill minnihluti svarenda telur stjórnarandstöðuflokkanna þrjá hafa staðið sig vel og innan við fimmtungur að Flokkur fólksins hafi gert það.

Innlent
Fréttamynd

Sonur Rögnu og Árna fæddur

Sonur Rögnu Sigurðardóttur, læknis og þingmanns Samfylkingar, og Árna Steins Viggósonar fæddist þann 23. júní. Árni og Ragna tilkynntu um fæðinguna í kvöld á samfélagsmiðlum.

Lífið
Fréttamynd

For­maður og gjald­keri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot

Sara Stef Hildardóttir starfandi gjaldkeri Vorstjörnu, Védís Guðjónsdóttir formaður Vorstjörnu og Guðmundur Auðunsson, gjaldkeri kosningastjórnar Sósíalistaflokksins, hafa öll verið kærð til lögreglu af nýrri framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins fyrir efnahagsbrot.

Innlent
Fréttamynd

Raf­orku­verð: Stórnotendur og al­menningur

Eitt af þingmálunum sem liggja fyrir Alþingi nú er breyting á raforkulögum þar sem innleiða á hátternisreglur í raforkuviðskiptum. Tilgangur slíkra reglna er að koma í veg fyrir óeðlileg áhrif aðila á markaði á verðmyndun raforku

Skoðun
Fréttamynd

Hver borgar brúsann?

Ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Efni frumvarpsins varðar svokallaða víxlverkun. Verði frumvarpið að lögum verður lífeyrissjóðum óheimilt að taka tillit til greiðslna frá Tryggingastofnun ríkisins við útreikning örorkulífeyris.

Skoðun
Fréttamynd

Veiðigjöld ekki á dag­skrá þingfundar í dag

Frumvarp um veiðigjöld er ekki á dagskrá þingfundar sem hófst á Alþingi nú klukkan tíu. Þingfundi var ítrekað frestað síðdegis í gær og í gærkvöldi á meðan þingflokksformenn funduðu þar sem leitað er leiða til að semja um þinglok. 

Innlent
Fréttamynd

Á­fram frestað meðan for­menn funda

Þingflokksformenn hafa fundað eftir hádegi í dag í viðræðum stjórnarflokkanna við stjórnarandstöðuna um þinglok. Þingfundi var frestað um klukkustund á þriðja tímanum og svo aftur um eina og hálfa klukkustund.

Innlent
Fréttamynd

Þing­menn ekki svo heppnir að fá tvö­föld laun

Samkvæmt vef Alþingis eru þingmenn með á bilinu þrjár til fimm milljónir króna í laun á mánuði. Fjármála- og rekstrarstjóri Alþingis segir þingmenn þó ekki svo heppna að vera komnir á tvöföld laun, heldur hafi launin verið færð inn á vefinn tvöföld fyrir mistök.

Innlent
Fréttamynd

Enn ó­vissa um þing­lok

Algjör óvissa er enn um hvenær Alþingi nær að ljúka störfum. Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis segir mörg mál bíða afgreiðslu en veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar er aftur á dagskrá þingsins í dag.

Innlent
Fréttamynd

„Fyrir vikið er flokkurinn á hverfandi hveli“

Formaður Miðflokksins segir nýjustu könnun Maskínu sýna að Flokkur fólksins sé á hverfandi hveli. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir niðurstöðuna skýra stuðningsyfirlýsingu við ríkisstjórnina. 

Innlent
Fréttamynd

Ingvar út­skrifaður úr með­ferð

Ingvar Þóroddsson, þingmaður Viðreisnar, segist vera útskrifaður úr meðferð en hann tók sér hlé frá þingstörfum í síðasta mánuði í von um að sigrast á Bakkusi.

Innlent
Fréttamynd

Bryn­dís vill ís­lenska her­menn á blað

Bryndís Haraldsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins vill að ríkið útbúi lista yfir íslenska ríkisborgara með reynslu og þekkingu á varnarmálum sem gætu meðal annars tekið þátt í vörnum kæmi til stríðsátaka.

Innlent
Fréttamynd

„Ég mun standa með mínum ráð­herra“

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra tók ekki undir með Guðrúnu Hafsteinsdóttur formanni Sjálfstæðisflokksins þegar hún sagðist treysta því að Kristrún viðurkenndi að hafa farið yfir línuna, með því að segja málflutning stjórnarandstöðunnar um veiðigjöld í „falsfréttastíl“.

Innlent
Fréttamynd

Árið 2023 kemur aldrei aftur

Í grein sem þingmenn stjórnarmeirihlutans og fulltrúar í atvinnuveganefnd birtu í gær er reitt hátt til höggs í athugasemdum við grein sem ég birti hér á Vísi í fyrradag. Þar er ég sökuð um „alvarlegar rangfærslur til að fóðra þann málflutning samtakanna að veiðigjöld muni hækka langt umfram það sem frumvarp um [meinta] leiðréttingu veiðigjalds segir til um.“

Skoðun