Öll lífsins gæði mynda skattstofn Undanfarna daga hefur farið fram ítarleg umræða á Alþingi um fjárlög og svokallaðan bandorm. Í þeirri umræðu hefur eitt orðið deginum ljósara; fyrir ríkisstjórnina virðist nær allt sem hreyfist, andar eða eykur lífsgæði landsmanna vera skattstofn. Sjálfstæðisflokkurinn hefur barist gegn þessari stefnu af festu og það af góðri ástæðu. Skoðun 18.12.2025 20:01
Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Frumvarp um kílómetragjald er nú orðið að lögum. Samkvæmt lögunum má nú leggja kílómetragjald á öll faratæki en hingað til hefur það aðeins verið lagt á raf- og tvinnbíla. Gjaldið er metið út frá heildarþyngd umrædds ökutækis og raunakstri samkvæmt mæli, en ökutæki undir 3500 kílóum greiða 6,95 krónur fyrir hvern kílómetra. Lögin hafa verið samþykkt en taka gildi 1. janúar. Viðskipti innlent 18.12.2025 18:59
Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Tap af rekstri Miðflokksins á árinu 2024 nam 133 milljónum króna samanborið við 24 milljóna króna rekstrarafgang árið á undan. Flokkurinn setti 141 milljón króna í kosningabaráttuna á Alþingi í fyrra. Innlent 18.12.2025 14:16
Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Starfsáætlun Alþingis hefur verið felld úr gildi en síðasti þingfundur vetrarins átti samkvæmt henni að fara fram í dag. Enn hefur bandormurinn svonefndi ekki verið afgreiddur. Þingflokksformenn Viðreisnar og Miðflokksins eru pollróleg yfir stöðunni á þingi þó óljóst sé hvenær það fari í jólafrí og sögðu í kvöldfréttum Sýnar að þingstörf gengu vel. Innlent 17. desember 2025 20:08
„Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Utanríkisráðherra segir ekki rétt að norskar fiskvinnslur hafi forskot á íslenskar á makrílafla sem veiddur er í norskri lögsögu. Íslenskar vinnslur geti vel boðið í aflann. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálanefnd segir grafalvarlegt að farið sé gegn vísindalegri ráðgjöf með nýju samkomulagi. Innlent 17. desember 2025 12:55
Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Forseti Alþingis hefur ákveðið að starfsáætlun Alþingis sé fallin úr gildi frá og með deginum í dag. Samkvæmt henni átti síðasti þingfundur vetrarins að fara fram í dag. Innlent 17. desember 2025 12:18
Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Samráðshópur ríkja Evrópuráðsins gegn spillingu (GRECO) hefur lokið athugun sinni gagnvart Íslandi. Fyrsta skýrsla GRECO um Ísland í fimmtu eftirlitslotu var gefin út árið 2018. GRECO lagði fram átján tillögur til að sporna gegn spillingu innan hins opinbera og hjá löggæsluyfirvöldum. Þrettán hafa nú verið innleiddar, fjórar innleiddar að hluta en ein ekki. Innlent 17. desember 2025 07:16
Halldór Blöndal er látinn Halldór Blöndal er látinn, 87 ára. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 16. desember síðastliðinn, eftir veikindi. Innlent 17. desember 2025 06:29
„Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Þingmenn héldu áfram að takast á um bandorminn svokallaða í þinginu í dag en aðrar umræður hafa nú staðið í vel á annan tug klukkustunda. Það þýðir að aðrar umræður eru orðnar lengri en aðrar umræður um bandorma síðustu tíu þinga á undan, samanlagt. Þetta setti forsætisráðherra út á og sagði greinilegt að máli skipti hvort fólk væri í meiri- eða minnihluta þegar það ræddi hagstjórnarmál. „Yfirlætisráðherra“ kallaði þingmaður Sjálfstæðisflokksins hann fyrir vikið. Innlent 16. desember 2025 15:51
„Við vitum að áföllin munu koma“ Forseti Alþingis segir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis svara þeim álitamálum sem lagt var upp með. Hún telur núverandi almannavarnarkerfi mun betur í stakk búið að takast á við atburði af álíka stærðargráðu en fyrir þrjátíu árum síðan. Innlent 16. desember 2025 13:02
Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að prinsippum sem Íslendingar hafi alla tíð staðið fyrir hafi verið fórnað með samningi um makrílveiðar, sem íslensk stjórnvöld skrifuðu undir í morgun. Þá spyr hann hvort þingsköpum hafi verið kippt úr sambandi við gerð samningsins, þar sem fjárlaganefnd hafi ekkert veður fengið af honum fyrr en í morgun. Innlent 16. desember 2025 11:29
Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Óvíst er hvort Guðmundur Ingi Kristinsson menntamálaráðherra muni snúa aftur til starfa í menntamálaráðuneytið eftir að veikindaleyfi hans nú lýkur. Hann er á leið í opna hjartaskurðaðgerð og tíminn þarf að leiða í ljós hvernig bataferli hans verður. Innlent 15. desember 2025 22:40
Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Ljósi er varpað á málsatvik í tengslum við snjóflóðið í Súðavík í skýrslu rannsóknarnefndar sem var kynnt í dag. Formaður nefndarinnar segir hægt að draga lærdóm af skýrslunni. Innlent 15. desember 2025 19:32
Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í snjóflóðinu í Súðavík árið 1995 segir nýja skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sem kynnt var í dag ekki til neins ef ekki verði brugðist við henni. Hann segir ekki dag líða þar sem hann hugsi ekki til dagsins örlagaríka í janúar þetta ár, stjórnvöld hafi með því að neita að horfast í augu við ábyrgð látið eins og fráfall íbúa í Súðavík hafi ekki skipt neinu máli. Innlent 15. desember 2025 19:12
Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup eru nú spurðir út í mögulegt framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar til borgarstjórnar. Sjálfur segist Guðlaugur ekki standa að baki könnuninni, hann hafi í nógu að snúast í þinginu þó hann gefi líkt og áður ekkert upp um hvort hann stefni á að sækjast eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í borginni sem Hildur Björnsdóttir vermir nú. Innlent 15. desember 2025 17:31
Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis vegna snjóflóðs í Súðavík árið 1995 er hvorki að finna álit né vangaveltur nefndarinnar um mögulega ábyrgð einstaklinga á atburðum 16. janúar 1995, þegar fjórtán fórust. Í skýrslunni segir hins vegar að auðvelt sé að vera vitur eftir á. Innlent 15. desember 2025 16:23
Stór mál standa enn út af Stór mál standa enn út af á Alþingi nú þegar einungis þrír þingfundir eru eftir á árinu, samkvæmt starfsáætlun. Formaður Sjálfstæðisflokksins biðlar til ríkisstjórnar um að hætta að hækka skatta. Innlent 15. desember 2025 14:44
Í takt við það sem verið hefur Breyttar innritunarreglur í framhaldsskóla fela ekki í sér hugmyndafræðilega breytingu að mati Guðjóns Hreins Haukssonar formanns Félags framhaldsskólakennara. Hann segir þær í raun staðfesta það sem iðkað hefur verið áratugum saman að skólinn sé fyrir alla. Innlent 15. desember 2025 14:44
Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Rannsóknarnefnd Alþingis vegna snjóflóðsins í Súðavík 16. janúar 1995 hefur lokið rannsókn sinni. Skýrsla nefndarinnar verður afhent forseta Alþingis klukkan 13 og kynnt klukkan 15. Sjá má kynninguna í beinni útsendingu hér að neðan. Innlent 15. desember 2025 14:34
Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Rannsóknarnefnd Alþingis vegna snjóflóðsins í Súðavík 16. janúar 1995 hefur lokið rannsókn sinni og afhent forseta Alþingis skýrsluna. Skýrslan verður kynnt opinberlega klukkan 15. Innlent 15. desember 2025 13:18
Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Í dag mun rannsóknanefnd sem Alþingi skipaði til að rannsaka aðdraganda og eftirmál snjóflóðsins í Súðavík fyrir þrjátíu árum skila skýrslu sinni. Kona sem missti dóttur sína í flóðinu segist vona að sannleikurinn fái loksins að koma í ljós. Innlent 15. desember 2025 12:01
EES: ekki slagorð — heldur réttindi Varaformaður Miðflokksins steig í pontu Alþingis nýlega og talaði um að “taka stjórn” á landamærunum með því að hefta innflutning EES-fólks, og sagði beinlínis að ef það gengi ekki þá þyrfti að skoða að segja EES-samningnum upp. Skoðun 15. desember 2025 10:00
Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Þingmenn í stjórnarandstöðu eru ekki mótfallnir byggingu Fljótaganga en telja að forgangsröðun ríkisstjórnarinnar sé röng. Formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins eru á því að Fjarðarheiðargöng ættu að fara í forgang og þingflokksformaður Framsóknarflokksins gagnrýnir yfirlýsingar um að það sé verið að rjúfa kyrrstöðu. Það sé alls ekki raunin. Ekki náðist í formann Miðflokksins vegna umfjöllunarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Innlent 14. desember 2025 23:00
Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Meirihluti fjárlaganefndar hefur lagt til að framlag ríkissjóðs til Rithöfundasambands Íslands vegna greiðslna fyrir afnot á bókasöfnum verði aukið um 80 milljónir króna í fjárlögum næsta árs. Í álitinu segir að efling íslensku sé stórt og mikilvægt mál og komi víða við. Framlagið ætti því á næsta ári að verða um 226 milljónir. Innlent 14. desember 2025 17:43