Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði, segir nýjar kannanir sýna það greinilega að kjósendum líki það vel að sjötugustu og fyrstu grein þingskaparlaga, sem sumir hafa kallað „kjarnorkuákvæðið“, hafi verið beitt af stjórnarflokkunum til að ljúka umræðum um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Innlent 24.7.2025 22:56
Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Samfylkingin mælist langstærsti flokkurinn í nýrri könnun Maskínu, með 31 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn er næststærstur með átján prósent, en það vekur athygli að fylgi flokksins dalaði verulega við þinglok og hefur sjaldan mælst jafn lítið í könnunum Maskínu. Varaformaðurinn telur hækkuð veiðigjöld skila auknu fylgi til flokksins. Innlent 24.7.2025 12:01
„Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir sjávarútveginn hafa misst samtalið við íslensku þjóðina. Sveitarfélögin hafi viljað taka málið áfram í skrefum svo hægt væri að undirbúa þau betur vegna þeirra áhrifa sem hækkun veiðigjalda hefur. Innlent 23.7.2025 21:10
Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sprengisandur er á sínum stað klukkan tíu þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti. Í dag verður tekist á um veiðigjöldin og meðal annars rætt um heimsókn Ursulu von der Leyen, þinglok, fjármaámarkaði og fleira. Innlent 20. júlí 2025 09:40
„Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Boðað hefur verið til fundar í utanríkismálanefnd Alþingis á mánudaginn eftir ósk stjórnarandstöðunnar þar um. Formaður Miðflokksins telur fundinn leikrit og segir allar aðgerðir ráðamanna snúast um að troða Íslandi inn í ESB. Innlent 19. júlí 2025 19:17
Þorgerður til í fund og það strax Búið er að boða til fundar í utanríkismálanefnd Alþingis strax á mánudag eftir að þingmenn stjórnarandstöðu óskuðu eftir því að svo yrði gert. Utanríkisráðherra segir miður að stjórnarandstaðan reyni að gera heimsókn forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins tortyggilega. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir ríkisstjórnina sjálf gera heimsóknina tortryggilega. Innlent 19. júlí 2025 12:16
Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Prófessor emeritus í stjórnamálafræði segir það að sumu leyti óheppilegt hve skarðan hluta Flokkur fólksins bar frá borði á síðasta löggjafarþingi. Sum af stærstu kosningaloforðum flokksins urðu ekki að lögum og þurfa því að bíða fram á haust. Fordæmalaust málþóf hafi þó sett strik í reikninginn. Innlent 18. júlí 2025 12:57
Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að stuðningsfólk ríkisstjórnarflokkanna þriggja bitra og eiga í vandræðum með sjálfsmynd sína. Þeir telji sig ekki metna að verðleikum. Tilefni pistilsins er nýleg samþykkt Alþingis á hækkun veiðigjalda sem Jón Pétur telur kolvitlausa ákvörðun. Innlent 18. júlí 2025 12:04
Aukið við sóun með einhverjum ráðum Eitt þeirra mála sem ekki tókst að afgreiða fyrir þinglok var frumvarp atvinnuvegaráðherra um að tryggja 48 strandveiðidaga á ári. Í umfjöllun Morgunblaðsins þann 15. júlí lýsir atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, því yfir að það sé miður að frumvarpið hafi ekki fengið hljómgrunn í þinglokaviðræðum. Jafnframt segir hún að nú sé verið að skoða hvort einhverjar leiðir séu færar til að verða við því. Skoðun 16. júlí 2025 08:00
Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Halla Hrund Logadóttir þingkona Framsóknarflokksins segist styðja markmið ríkisstjórnarinnar um að auka ábata þjóðarinnar af sjávarútvegi. Hún ákvað að taka ekki þátt í málþófi stjórnarandstöðunnar í veiðigjaldamálinu og tók ekki þátt í lokaatkvæðagreiðslu um frumvarpið í gær. Innlent 15. júlí 2025 12:16
Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Þingmenn Sjálfstæðisflokksins raða sér í flest efstu sætin á lista yfir þá sem töluðu mest á liðnum þingvetri. Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring og segir titilinn leggjast ágætlega í sig Innlent 15. júlí 2025 12:13
Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Fyrsta þinginu eftir hrein stjórnarskipti undir lok síðasta árs lauk á mánudag. Það byrjaði mun seinna en vani er fyrir en stóð á endanum líka um mánuði lengur. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur lagði fram afar metnaðarfulla stefnuyfirlýsingu og þingmálaskrá sem endurspeglaði að þrír flokkar breytinga og verka voru teknir við af kyrrstöðustjórn gömlu valdaflokkanna. Skoðun 15. júlí 2025 07:00
Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hyggst ekki biðjast afsökunar á því að hafa spurt hvort stjórnarandstaðan vildi að á Íslandi ríkti þannig ástand að nýir valdhafar þyrftu að draga þá gömlu undir húsvegg og skjóta þá svo að valdaskipti væru tryggð. Innlent 14. júlí 2025 23:38
Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Af þeim 710 klukkustundum sem Alþingismenn sátu þingfund á nýju löggjafarþingi var tæpum fjórðungi varið í umræðu um veiðigjöld. Innlent 14. júlí 2025 23:15
Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Stjórnarandstöðuflokkarnir þrír segja beitingu forseta Alþingis á 71. grein þingskapalaga alvarlegan trúnaðarbrest milli stjórnarandstöðunnar og forseta. Innlent 14. júlí 2025 16:39
Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hópur fólks mótmæli komu Ursulu Von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, til landsins á Austurvelli í dag. Hún mætir til landsins á miðvikudag, meðal annars til að funda með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. Innlent 14. júlí 2025 16:05
Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, fór með ansi óvenjulega ræðu á Alþingi í dag. Hann sagði ræðu sína munu hugnast ríkisstjórninni vel og þagði svo í tæpa mínútu. Innlent 14. júlí 2025 14:59
Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um breytingar á veiðigjöldum hefur verið samþykkt af meiri hluta Alþingis. Innlent 14. júlí 2025 14:16
Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Nafn Nadezhdu Tolokonnikova, stofnanda hljómsveitarinnar Pussy Riot, er að finna á lista yfir einstaklinga sem lagt er til fái íslenskan ríkisborgararétt. Alþingi mun taka listann fyrir í dag. Innlent 14. júlí 2025 13:48
Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Oscar Andreas Boganegra Florez frá Kólumbíu er einn þeirra fimmtíu sem mun fá íslenskan ríkisborgararétt á Alþingi í dag þegar þingmenn munu taka fyrir frumvarp um veitingu ríkisborgararéttar. Frumvarpið var lagt fram í dag af allsherjar- og menntamálanefnd, á síðasta degi þings fyrir frí. Innlent 14. júlí 2025 12:42
Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Alþingi lýkur störfum í dag með fjórum þingfundum og sögulegar umræður um veiðigjöld verða að óbreyttu leiddar til lykta með atkvæðagreiðslu. Formenn stjórnarandstöðuflokka saka ríkisstjórnina um þöggunartilburði og spá því að málið verði henni að lokum að falli. Forseti Alþingis vonar að þingheimur nái að starfa betur saman næsta vetur. Innlent 14. júlí 2025 11:22
Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Þingfundur hefst klukkan 10 á Alþingi þar sem til stendur að ljúka þingstörfum fyrir sumarfrí. Innlent 14. júlí 2025 06:50
Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Félagið Ísland-Palestína hefur efnt til mótmæla gegn opinberri heimsókn Ursulu von der Leyen, framkvæmdastjóra Evrópusambandsins, til Íslands í vikunni. Innlent 13. júlí 2025 22:26
Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kallaði Kristrúnu Frostadóttir forsætisráðherra nafni Bandaríkjaforseta, Trump, í ræðustól á Alþingi í gær. Innlent 13. júlí 2025 09:56