Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Tuttugu þing­menn mættu ekki á þingfund

Tæpur þriðjungur Alþingismanna er fjarverandi á þingfundi í dag, þar á meðal einn ráðherra, þar sem fjórtán mál eru á dagskrá. Hið umdeilda veiðigjaldafrumvarp er ekki á dagskrá en þingflokksformenn hafa fundað í bakherbergjum Alþingishússins í von um að leysa úr þeirri störukeppni.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunn­sama Samverja

Það jákvæða við málþófið um leiðréttingu veiðigjalda er að skyndilega er þingmönnum Sjálfstæðis- Mið- og Framsóknarflokksins orðið mjög umhugað um brothættar byggðir. Það er engu líkara en miskunnsami Samherjinn hafi vaknað í þeim öllum sem vildi gera að sárum þorpanna. Nú vaða þeir á súðum um samfélagsleg áhrif og ábyrgð útvegsins á hinar dreifðu byggðir, í umræðu um leiðréttingu veiðigjalda.

Skoðun
Fréttamynd

Búið að boða til nýs fundar

Enn bólar ekkert á samkomulagi meiri- og minnihluta um afgreiðslu mála fyrir þinglok. Þingflokksformenn funduðu fram yfir miðnætti í nótt og funda aftur eftir hádegi. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir þingmenn færast nær endamarkinu.

Innlent
Fréttamynd

Þingflokksformenn semja inn í nóttina

Þingflokksformenn sitja við samningaborðið á Alþingi. Fundurinn hófst klukkan tíu og var enn í gangi um miðnæturleytið. Búast má við því að hann vari eitthvað inn í nóttina.

Innlent
Fréttamynd

Minni­hluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd

„Minnihluti þingsins verður að sætta sig við það að vera í minnihluta. Meirihlutinn auðvitað getur komið þeim málum í gegn sem hann kýs, og þetta er bara lýðræðið. Þetta er bara skipulagið, alveg sama hvaða vitleysu þeir eru að samþykkja,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari.

Innlent
Fréttamynd

Birna tekur sæti Áslaugar á þingi

Birna Bragadóttir, forstöðukona frumkvöðlaseturs og vísindamiðlunar og þriðji varamaður á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, tekur sæti Áslaugar Örnu á Alþingi á morgun föstudag.

Innlent
Fréttamynd

Af­komanda Trampe greifa hleypt inn í Al­þingis­húsið

Afkomendur hins alræmda stiftamtmanns Jørgen Ditlev Trampe greifa eru í heimsókn á Íslandi og kíktu þeir meðal annars inn í Alþingishúsið þar sem þeir skoðuðu málverk af forföður sínum, sem mætti sem fulltrúi Danakonungs á þjóðfundinum 1851 og var mótmælt rækilega eins og frægt er.

Innlent
Fréttamynd

Fjór­tán fengu út­hlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi

Fjórtán fengu úthlutun fræðimannsíbúðar Jónshúss í Kaupmannahöfn frá ágústlokum í ár til sama tíma 2026. Alls bárust 58 gildar umsóknar og meðal þeirra sem fengu úthlutað eru Eiríkur Bergmann, Salvör Nordal, Sigrún Eldjárn og Brynja Þorgeirsdóttir.

Innlent
Fréttamynd

Óvenjulegt mál­þóf og lítill pólitískur á­vinningur

Ekkert bendir til lausnar á deilunni sem knýr áfram það „myljandi málþóf“ sem á sér stað á Alþingi, segir prófessor í stjórnmálafræði. Þófið teljist afar óvenjulegt að því leyti að stjórnarandstaðan virðist lítið græða á því pólitískt séð.

Innlent
Fréttamynd

Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra var gagnrýnd á samfélagsmiðlum í gær fyrir að vera með bókaðan tíma í golf um miðjan dag á þingtíma. Hún segist ekki hafa getað nýtt sér tímann í gær en ætli níu holur klukkan 9:30 í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Ó­jafn­vægi í jöfnunarkerfinu

Fyrir alþingi liggur nú frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð. Hlutverk sjóðsins er að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með framlögum úr sjóðnum. Tekjur Jöfnunarsjóðs koma úr ríkissjóði, annars vegar sem hlutfall af skatttekjum og hins vegar fjárhæð sem er hlutfall af álagningarstofni útsvars.

Skoðun
Fréttamynd

Stjórnar­and­staða setji ný við­mið á þingi sem ógni lýð­ræðinu

Algjör pattstaða ríkir á Alþingi. Viðræður um þinglok hafa ekki skilað árangri og á meðan halda maraþonumræður um veiðigjöld áfram. Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, segir umræður um þinglok mjakast áfram. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingkona Flokks fólksins, segir stjórnarandstöðuna setja ný viðmið sem ógni lýðræðinu. 

Innlent
Fréttamynd

Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf

Össur Skarphéðinsson segir að framámenn í sögu Sjálfstæðisflokksins á borð við Ólaf Thors og Bjarna Benediktsson eldri myndu líklega snúa sér við í kaldri gröf mættu eyru þeirra og augu nema hvernig arftakar þeirra fara höndum um lýðræðið. 

Innlent
Fréttamynd

„Jú, jú, þetta er orðið mál­þóf“

Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, viðurkennir að stjórnarandstaðan stundi nú málþóf í umræðu um veiðigjöld á Alþingi. Hún hafi skipt um skoðun síðan árið 2019 þegar hún velti fyrir sér í skoðanagrein hvort þáverandi stjórnin ætti að beita 71. grein þingskaparlaga til að takmarka umræðu í þingsal.

Innlent
Fréttamynd

Sam­fylkingin í stórsókn á lands­byggðinni

Samfylkingin mælist nú með mest fylgi allra flokka í öllum kjördæmum, öllum aldursflokkum, öllum menntunarhópum og öllum tekjuhópum. Athygli vekur að flokkurinn bætir mestu fylgi við sig á landsbyggðinni, sér í lagi í Norðausturkjördæmi þar sem hann bætir við sig 5,6 prósentum.

Innlent
Fréttamynd

Þing­lok 2026 verði 12. júní

Þó að þinglok virðast ekki í sjónmáli vegna umræðna um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar hefur samkomulag náðst innan forsætisnefndar þingsins um starfsáætlun næsta löggjafarþings, þess 157. í röðinni. Samkvæmt áætluninni, sem samþykkt var í gær, verður þing sett þriðjudaginn 9. september næstkomandi og þingi frestað föstudaginn 12. júní 2026.

Innlent
Fréttamynd

Gagn­rýni Bryn­dísar á mál­þóf frá 2019 vekur at­hygli

Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í skoðanagrein árið 2019 að málþóf ætti ekkert skylt við málfrelsi eða lýðræði og þekktist nánast hvergi utan Íslands. Breyta þyrfti fyrirkomulaginu á Alþingi svo fámennur hópur stjórnarandstæðinga gæti ekki tekið þingið í gíslingu.

Innlent
Fréttamynd

Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“

Þingmenn vörpuðu fram ásökunum um gaslýsingu og fullyrtu að viðræður um þinglok hefðu aldrei gengið eins illa og núna. Tillögu stjórnarandstöðunnar um breytingar á dagskrá Alþingis var hafnað í morgun og umræður um veiðigjöld halda áfram

Innlent
Fréttamynd

Upp­bygging hjúkrunarheimila

Áratugum saman hefur verið mikill skortur á hjúkrunarheimilum þannig að margir eldri borgarar hafa þurft að bíða allt of lengi í örvæntingu eftir hjúkrunarrými. Fyrri ríkisstjórnir hafa sýnt skeytingarleysi gagnvart þessum vanda og þannig horft framhjá þjáningu aldraðra.

Skoðun