Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar kölluðu eftir því að Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, myndi biðja Alþingi formlega afsökunar vegna ummæla sem hún lét falla í þingsal í síðustu viku. Þingflokksformennirnir nýttu tækifærið til að kalla eftir afsökunarbeiðni Þórunnar við upphaf þingfundar í morgun. Þórunn brást í kjölfarið við með því að biðjast afsökunar. Innlent 9.12.2025 10:51
Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Þóra Gunnlaug Briem tekur sæti sem varamaður á Alþingi í dag sem varaþingmaður Flokks fólksins í fjarveru Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra. Þóra Gunnlaug er 2. varamaður á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Samkvæmt dagskrá er gert ráð fyrir að Guðmundur Ingi verði til svara í óundirbúnum fyrirspurnartíma á fimmtudaginn. Innlent 9.12.2025 10:35
Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Breikkun Suðurlandsvegar meðfram Rauðavatni og Norðlingaholti frestast fram á næsta áratug, sem og breikkun Reykjanesbrautar milli Njarðvíkur og Leifsstöðvar. Endurbætur á Reykjanesbraut um Hafnarfjörð bíða og einnig gerð mislægra gatnamót við Bústaðaveg. Innlent 8.12.2025 23:36
Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Fyrrverandi forsetisráðherra fer yfir áföllin og áfallastjórnunina sem einkenndi valdatíð síðustu ríkisstjórnar. Þingmenn takast á um nýja samgönguáætlun. Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna verður krufin til mergjar. Bæjarstjóri Garðabæjar ætlar sér bæði að lækka skatta og auka þjónustu en bæjarfélagið fagnar stórafmæli á næsta ári. Innlent 7. desember 2025 09:40
Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Einn helsti forystumaður Austfirðinga um áratugaskeið, Sveinn Jónsson, verkfræðingur á Egilsstöðum, hvetur Austfirðinga til að fylkja liði um Fjarðagöng en um leið að sameinast í baráttu um að jarðgöngum milli fjarðanna og Héraðs verði flýtt. Jafnframt hvetur hann til þess að keyptur verði risabor til landsins til að heilbora öll göngin í einu samfelldu verki, en slíkir borar voru notaðir með góðum árangri við Kárahnjúka til að bora virkjanagöng fyrir tveimur áratugum. Innlent 7. desember 2025 07:11
Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, biðst afsökunar á ummælum sínum á Alþingi í gær þar sem hún kallaði stjórnarandstöðuna „andskotans pakk“. Hún kveðst vera mannleg eins og annað fólk. Innlent 6. desember 2025 12:02
Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Annarri umræðu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar lauk á Alþingi í gær. Mikill galsi var í þingmönnum við afgreiðslu frumvarpsins. Innlent 6. desember 2025 11:37
Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Ísland stendur frammi fyrir nýjum veruleika. Þegar fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar var lagt fram í september sl. virtist hagkerfið á traustum grunni, en á örfáum vikum hafa forsendur breyst verulega. Skoðun 6. desember 2025 09:00
„Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Svo virðist sem fokið hafi í Þórunni Sveinbjarnardóttur, forseta Alþingis, á þingfundi í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar stigu í stríðum straumi í ræðustól til þess að gagnrýna Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra og samgönguáætlun hans, undir liðnum fundarstjórn forseta. „Ég er komin með nóg. Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk,“ heyrðist Þórunn segja eftir að hafa gert tíu mínútna hlé á þingfundi. Innlent 5. desember 2025 17:42
„Það er verið að setja Austurland í frost“ Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar segir ríkisstjórnina þyrla upp ryki með nýrri samgönguáætlun og færa fjármuni, sem Austfirðingum höfðu verið lofaðir, á önnur svæði. Verið sé að setja Austurland í frost. Innlent 5. desember 2025 13:01
Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla segir það algjörlega ótvírætt að enginn nemandi hafi hætt í skólanum vegna skómálsins svokallaða. Skýringar ráðherra um kerfisbreytingar séu óskiljanlegar og gagnrýni Ársæls á stjórnvöld hafi legið ákvörðuninni til grundvallar. Innlent 4. desember 2025 20:39
Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Allt ætlaði um koll að keyra á Alþingi í morgun þegar þingmenn stjórnarandstöðunnar lýstu yfir óánægju sinni með að Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hefði verið tekinn af lista yfir ráðherra sem sitja áttu fyrir svörum í óundirbúnum fyrirspurnartíma, einmitt þegar þeir ætluðu að spyrja hann út í embættisfærslur hans í máli skólameistara Borgarholtsskóla. Í ljós kom að ráðherrann liggur á sjúkrahúsi og gat því ekki mætt í þingið. Umræður undir liðnum fundarstjórn forseta héldu þó áfram lengi vel og loks spurði forsætisráðherra forseta Alþingis hvort ekki væri hægt að „stoppa þetta.“ Innlent 4. desember 2025 15:19
Gera framtíðarnefnd varanlega! Sem stendur er framtíðarnefnd Alþingis tímabundin og rennur skipunar tíminn út í lok árs. Umrædd nefnd ætti ekki aðeins að vera framlengd heldur ætti að festa hana í sessi um ókomna tíð. Skoðun 4. desember 2025 13:32
Ungliðar undirrita drengskaparheit Anton Sveinn McKee og Viktor Pétur Finnsson tóku í fyrsta sinn sæti á Alþingi í dag sem varaþingmenn fyrir Miðflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn. Báðir hafa Anton og Viktor verið virkir í ungliðahreyfingum sinna stjórnmálaflokka en þeir undirrituðu drengskaparheit að stjórnarskránni við upphaf þingfundar á Alþingi í dag. Innlent 4. desember 2025 11:25
Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu embættisfærslur mennta- og barnamálaráðherra við upphaf þingfundar í morgun og lýstu áhyggjum af því hvernig hann hafi beitt sér í máli skólameistara Borgarholtsskóla. Forseti þingsins benti á að málið varði ekki störf þingsins eða fundarstjórn forseta en upplýsti að Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, væri á sjúkrahúsi og geti sökum þessa ekki verið viðstaddur umræður á Alþingi. Hann er ekki sagður alvarlega veikur. Innlent 4. desember 2025 10:44
Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist ekki vera að hugleiða framboð í komandi borgarstjórnarkosningum. Hann er sem stendur með hugann við störf sín í landsmálapólitíkinni, meðal annars við samgönguáætlun sem kynnt var í gær. Hann segir áætlunina í raun vera „óskalista“ núverandi ríkistjórnar um hvað sú næsta eigi að gera í samgöngumálum. Innlent 4. desember 2025 09:09
Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Önnur umræða um fjárlög ársins 2026 fer fram í þessari viku. Þótt fjárlögin sjálf séu eitt umfangsmesta stjórnarmál ársins gleymist oft hvernig ferlið virkar og hversu miklu máli nefndarstarfið skiptir þegar kemur að því að móta niðurstöðuna. Skoðun 4. desember 2025 07:16
Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Karólína Helga Símonardóttir, varaþingmaður Viðreisnar, fagnar auknum framlögum til sjúkraflutninga og heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni í fjárlögum næsta árs. Hún þekkir það af eigin raun að hver og ein mínúta kann að skipta máli þegar kemur að sjúkraflutningum. Innlent 3. desember 2025 21:58
Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Þingmanni Sjálfstæðisflokksins er verulega brugðið yfir ákvörðun mennta- og barnamálaráðherra um að leysa skólameistara Borgarholtsskóla frá störfum. Hann segir ákvörðun ráðherra hættulega og einkennast af ógnarstjórn. Innlent 3. desember 2025 16:07
Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina einhuga um nýja samgönguáætlun. Ólíkt fyrri ríkisstjórnum ætli þessi að láta verkin tala og ekki boða framkvæmdir sem ekki hafi verið fjármagnaðar. Nýtt innviðafélag marki grunninn að sögulegum tímapunkti fyrir framkvæmdir og fjármögnun slíkra verkefna. Engum sé hyllt Innlent 3. desember 2025 13:56
Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Alls hafa 327 fangar með erlent ríkisfang frá 56 löndum hafið afplánun í fangelsum á Íslandi undanfarin fimm ár. Flestir erlendir fangar á þessu ári, og alls yfir tímabilið, eru pólskir og spænskir ríkisborgarar og yfirgnæfandi meirihluti þeirra erlendu fanga sem afplána á Íslandi sitja inni vegna fíkniefnabrota. Áætlaður meðalkostnaður vegna hvers fanga á dag nemur tæpum 57 þúsund krónum á þessu ári. Innlent 3. desember 2025 08:10
Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Nú er eitt ár liðið frá því að íslensk þjóð kaus sér nýtt fólk til að stýra landinu. Niðurstaðan var hrein stjórnarskipti og við tóku flokkar sem lagt hafa áherslu á að ganga hreint til verka í samhentum takti. Skoðun 3. desember 2025 07:31
Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innviðaráðherra hefur boðað til blaðamannafundar í fyrramálið þar sem hann hyggst kynna nýja samgönguáætlun. Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis er búinn að taka ómakið að hluta af innviðaráðherra með því að upplýsa í þingskjali hvaða nýjar vegaframkvæmdir fá grænt ljós á næsta ári. Innlent 2. desember 2025 21:21
„Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra átti í orðaskaki við Vilhjálm Árnason þingmann Sjálfstæðisflokksins um hækkun á erfðafjárskatti í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Báðir uppskáru hlátur þegar þeir skutu hver að öðrum í svörum sínum. Innlent 2. desember 2025 16:54