Fleiri fréttir

Lágflug á helstu mörkuðum

Gengi hlutabréfa hefur almennt lækkað á evrópskum mörkuðum í dag. Fjármálafyrirtæki og flugfélög leiða lækkun dagsins. Gengi bréfa í breska fasteignalánafyrirtækinu Bradford & Bingley féll um rúm 24 prósent eftir að stjórnendur fyrirtæksins greindu frá því að þeir hefðu selt bandaríska fjárfestingarsjóðnum TPG 23 prósenta hlut í fyrirtækinu fyrir tæpar 179 milljónir punda, jafnvirði 26 milljarða íslenskra króna.

Kodak boðar 20% hækkun á vélum og pappír

Eastman Kodak hefur boðað 20% hækkun á ljósmyndavélum, prenturum, pappír og öðrum neytendavörum fyrirtækisins á næstu mánuðum. Ástæðan eru miklar hækkanir á hrávöru.

Birgir Moss Bros vill hluti Baugs

Berwin & Berwin, einn af stærstu birgjum bresku herrafataverslunarinnar Moss Bros hefur sýnt áhuga á að kaupa 20 prósent af hlut Baugs í versluninni. Baugur á 29 prósent í Moss Bros.

Norðmenn eiga eitt prósent af allri Evrópu

Olíusjóður Norðmanna gildnar stöðugt. Stjórn sjóðsins er dugleg við að fjárfesta erlendis og er nú svo komið að hann á eitt prósent af öllum hlutabréfum í Evrópu.

Dregur úr einkaneyslu vestanhafs

Einkaneysla jókst um 0,2 prósent í Bandaríkjunum í apríl. Þetta eru fyrstu vísbendingar um kólnun í bandarísku hagkerfi, að sögn fréttaveitu Bloomberg.

Smá „föstudagsfílingur“ í markaðnum

Gengi hlutabréfa hefur hækkað almennt á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum í dag. Nikkei-vísitalan hækkaði um 1,5 prósent og hefur nú hækkað um 2,3 prósent í vikunni. Vísitölur á öðrum hlutabréfamörkuðum í Asíu hækkuðu minna.

Gífurlegar lækkanir á fasteignaverði í Bretlandi

Húsnæðisverð í Bretlandi lækkaði í maí um 2,5% frá fyrri mánuði. Þetta var því sjöundi mánuðurinn í röð þar sem húsnæðisverð lækkar í Bretlandi og er því á pari við fyrrum lengsta samfellda tímabil húsnæðisverðslækkana í upphaf tíunda áratugarins.

Verslunarkeðjan Iceland vex hraðast í Bretlandi

Veltan hjá verslunarkeðjunni Iceland jókst um rúm 12% á milli ára í Bretlandi og var það mesta aukningin hjá tíu stærstu verslunarkeðjum landsins með dagvöru. Til samanburðar jókst velta Tesco um 6%.

Bandarískur hagvöxtur yfir spám

Hagvöxtur jókst um 0,9 prósent í Bandaríkjunum á fyrstu þremur mánuðum ársins. Niðurstaðan kom nokkuð á óvart í jákvæðum skilningi.

Fiskvinnslan GPG Norge stefnir í gjaldþrot

Allar horfur eru á að fiskvinnslufyrirtækið GPG Norge verði lýst gjaldþrota á næstunni eða þá að fyrirtækið verði þvingað í þrot að því er fram kemur í blaðinu Fiskeren. Í raun er fyrirtækið sagt gjaldþrota vegna óuppgerðra launa og orlofs starfsmanna.

Minnsta atvinnuleysi í Danmörku síðan um 1970

Atvinnuleysi í Danmörku mælist nú 1,8% og hefur ekki verið minna síðan á árunum uppúr 1970. Það er einkum atvinnuleysi meðal eldri starfsmanna og kvenna sem hefur minnkað mikið frá áramótum.

Olíuverð fer lækkandi á heimsmarkaði

Verð á hráolíu til afhendingar í júlí lækkaði í rafrænum viðskiptum í New York í morgun niður í rúma 130 Bandaríkjadali tunnan og verð á samsvarandi samningi í London fór niður í tæpa 130 dali.

Risademantur seldur á uppboði í Hong Kong

Demantur á stærð við borðtennisbolta eða rúmlega 101 karat var seldur á uppboði í Hong Kong í vikunni. Um er að ræða fjórða demantinn yfir 100 karöt að stærð sem seldur hefur verið opinberlega í heiminum.

Evrópa á uppleið

Næstsíðasti viðskiptadagur vikunnar á evrópskum fjármálamörkuðum hefur byrjað ágætlega en gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað í dag. Þá hækkuðu helstu vísitölur í Asíu sömuleiðis talsvert í morgun eftir að sýnt var fram á að eftirspurn eftir varanlegum neysluvörum var meiri í Bandaríkjunum á fyrstu þremur mánuðum ársins en reiknað hafði verið með.

Mishkin seðlabankastjóri segir upp

Frederic Mishkin, einn af seðlabankastjórum bandaríska seðlabankans, hefur sagt upp hjá bankanum og ætlar að snúa aftur til kennslu í hagfræði í vetur. Mishkin skrifaði skýrslu um íslensk efnahagsmál fyrir tveimur árum.

Hlutabréf hækkað vestanhafs

Gengi hlutabréfa hækkaði almennt í Bandaríkjunum í dag þrátt fyrir tölur sem sýna að nokkuð dró úr eftirspurn eftir varanlegum varningi vestanhafs á milli mánaða í apríl. Fjárfestar hafa eftir sem áður áhyggjur af þróun hráolíuverðs.

Enginn vöxtur í farsímasölu á árinu

Sala á farsímum dróst saman um sextán prósent í Evrópu á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta kemur fram í nýrri úttekt markaðsrannsóknarfyrirtækisins Gartners. Þetta er fyrsti samdrátturinn sem fyrirtækið hefur greint í álfunni síðastliðin sjö ár.

Þýskaland æ mikilvægara fyrir innfluttar sjávarafurðir

Þýskaland verður æ mikilvægari markaður fyrir innfluttar sjávarafurðir, en erlendir framleiðendur gera sér yfirleitt rangar hugmyndir um neytendur í Þýskalandi, sagði Peter Dill framkvæmdastjóri Deutsche See, á sjávarútvegsráðstenu Glitnis í Osló í vikunni.

Landsbanki Kepler fékk greinendaverðlaun FT/StarMine

Greinendur í Landsbanka Kepler hlutu alls sjö verðlaun í FT/StarMine greinendaverðlaununum sem skipar fyrirtækinu meðal tíu efstu í flokki bestu verðbréfafyrirtækja í iðnríkjum Evrópu. Verðlaunin eru veitt greinendum sem bera af meðal greiningaraðila á árinu 2007.

Lægra olíuverð hækkaði hlutabréfin vestanhafs

Gengi hlutabréfa hækkaði almennt á fjármálamarkaði í Bandaríkjunum í dag eftir að heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði um þrjá dali á tunnu. Þá jókst sala á nýju húsnæði óvænt á milli mánaða.

Olíuverðhækkanir gætu drepið norska útgerð

Talsmaður samtaka norskra útgerðarmanna óttast að þróun olíuverðs muni leiða til þess að fiskveiðar verði svo óhagkvæmar að ekki verði réttlætanlegt að stunda þær. Intraseafood.com greinir frá þessu.

Debenhams í útrás á markaði í Indlandi og Rússlandi

Breska verslunarkeðjan Debenhams ætlar sér í útrás á markaði í Indlandi og Rússlandi. Ætlunin er að tvöfalda söluna á alþjóðlegum mörkuðum á næstu fjórum árum. Baugur Group á um 13% í Debenhams.

Hægt að kaupa nýja fartölvu á 18.000 kr.

Ef þú getur lifað með lítinn skerm og harðan disk upp á 1 GB er hægt að fá nýja fartölvu á aðeins 18.000 kr. Þetta er Alpha 400 fartalvan frá Bestlink tölvufyrirtækinu í Hong Kong.

Íbúðalánum fækkar um 77% á milli ára

Íbúðalán innlánsstofnana í aprílmánuði voru 104 talsins og fækkaði um 5 frá fyrri mánuði. Í apríl fyrir ári síðan voru íbúðalán hinsvegar 461 talsins og hefur þeim því fækkað um 77% á milli ára.

Verðfall á mörkuðum í Asíu

Verðfall varð á fjármálamörkuum Asíu i morgun og hafa úrvalsvísitölur þeirra ekki lækkað jafnmikið á einum degi á síðustu sex vikum.

Létu njósna um starfsmenn sína

Forráðamenn Deutsche Telekom. stærsta símafyrirtækis í Evrópu, hafa viðurkennt að hafa fengið utanaðkomandi aðila til að njósna um starfsmenn sína.

Airbus metið á „minna en núll“

Töluvert hefur hallað undan fæti hjá flugvélaverksmiðjunum Airbus SAS sem nú eru metnar á „minna en núll“ eftir 32% lækkun á hlutabréfum móðurfyrirtækisins European Aeronautic, Defence & Space Co. það sem af er árinu.

Rætt um afnám bensínskatts

Meðal þess sem borið hefur á góma í málflutningi bandarísku forsetaframbjóðendanna John McCain, Hillary Clinton og Barack Obama er hvort til greina komi að afnema 18,4 senta eldsneytisskatt sem gengur til ríkisins af hverju bensíngalloni.

Inspired Gaming í söluferli

Inspired Gaming, afþreyingarfyrirtæki að hluta í eigu FL Group sem rekur ýmiss konar veðmálastarfsemi, er komið í söluferli í kjölfar þreifinga af hálfu nokkurra áhugasamra kaupenda. Global Leisure Partners er fyrirtækjasöluaðili sem fenginn hefur verið til að stýra sölunni og meta tilboð sem berast.

Brown og al-Thani funda um olíumál

Breski forsætisráðherrann Gordon Brown átti fund með tveimur leiðtogum í gær, þeim Dalai Lama, andlegum leiðtoga Tíbeta, og Hamad bin Jasim bin Jabir al-Thani, forsætisráðherra Katar.

Glóir allt gull?

Ekki er örgrannt um að févitringar, sjálfskipaðir sem aðrir, velti því nú fyrir sér hvort eina haldbæra fjárfestingin í kreppu, hruni og harðæri sé gullið sem ætíð glóir, óháð vöxtum og vísitölum.

Dow Jones féll um 1,16%

Helstu vísitölur á Wall Street hafa lækkað í vikunni sem nú líður undir lok. Ástæðan er helst rakin til hækkunar á heimsmarkaðsverði á olíu.

Óttast að draga muni úr einkaneyslu í Bandaríkjunum

Gengi hlutabréfa lækkaði almennt talsvert á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Um er að kenna hagnaðartöku fjárfesta auk þess sem fjárfestar eru uggandi um horfur í efnahagsmálum. Óttast er að neytendur vestanhafs muni halda að sér höndum og draga úr einkaneyslu á næstunni til þess að komast leiðar sinnar í ökutækjum þrátt fyrir síhækkandi olíuverð.

Þegar rignir upp í nefið

Þótt Bang & Olufsen sé þekkt fyrir vönduð hljómflutnings- og sjónvarpstæki hefur reksturinn ekki gengið sem skyldi Í Bandaríkjunum.

Félag Existu kaupir skókeðju á eitt pund

Stjórnendur bresku íþróttavöruverslunarinnar JJB Sports, sem Exista á 14 prósent í, greindu frá því í gærkvöldi að þeir hefðu keypt bresku skóverslunina Qube Footwear. Kaupverð nemur litlu einu bresku pundi, jafnvirði tæpra 144 íslenskra króna.

Lækkun á evrópskum hlutabréfamörkuðum

Það er langt í frá hefðbundinn föstudagur á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag en gengi hlutabréfa hefur almennt lækkað í álfunni á þessum síðasta degi vikunnar.

Sjá næstu 50 fréttir