Viðskipti erlent

Risademantur seldur á uppboði í Hong Kong

Demantur á stærð við borðtennisbolta eða rúmlega 101 karat var seldur á uppboði í Hong Kong í vikunni. Um er að ræða fjórða demantinn yfir 100 karöt að stærð sem seldur hefur verið opinberlega í heiminum.

Að sögn uppboðshússins Christie sem sá um söluna er um að ræða stærsta tæra, eða litlausa, demantinn sem seldur hefur verið á undanförnum 18 árum. Söluverðið nam rúmlega 500 milljónum kr.

Demanturinn sem hér um ræðir fannst í stærstu demantanámu Suður Afríku. Hann var upphaflega 460 karöt en síðan bútaður niður og slípaður í það form sem hann er nú í.

Náman sem demanturinn fannst í er þekkt fyrir að þar fannst stærsti óslípaði sögunnar, Cullinan demanturinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×