Viðskipti erlent

Verslunarkeðjan Iceland vex hraðast í Bretlandi

Veltan hjá verslunarkeðjunni Iceland jókst um rúm 12% á milli ára í Bretlandi og var það mesta aukningin hjá tíu stærstu verslunarkeðjum landsins með dagvöru. Til samanburðar jókst velta Tesco um 6%.

Iceland er að mestu í eigu Baugs Group og Fons og er hlutur hennar í heildinni á dagvörumarkaðinum nú 1,7% og er hún í sjöunda sæti hvað hlutdeildina varðar. Tesco er stærst með 31% hlutdeild.

Í úttekt sem gerð var á vexti og viðgangi verlsunarkeðja í dagvöru á Bretlandsmarkaði kemur fram að markaðurinn jókst að meðaltali um 6,8% á milli tveggja síðustu ára. Því er Iceland með vöxt sem er nálægt tvöföldu meðaltalinu en Tesco er hinsvegar undir meðaltalinu.

Þriðja stærsta verslunarkeðjan, Sainsbury var einnig undir meðaltalinu með vöxt upp á 4,6% en Asda, sú næststærsta var með vöxt upp á 7,6%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×