Viðskipti erlent

Soros líkir breskum efnahag við grískan harmleik

Milljarðamæringurinn George Soros líkir breskum efnahag við grískan harmleik í sinni verstu kreppu síðan 1929. Þetta segir Soros í viðtali við breska blaðið The Times.

"Aðstæðurnar í bresku efnahagslífi eru eins og grískur harmleikur. Þú veist að vandamálin eru á leiðinni en þú kemst ekki undan þeim," segir Soros og telur breskan efnahag glataðan við núverandi aðstæður.

Soros hefur m.a. á orði að breska fasteignabólan sé sprunginn og að almenningur eigi eftir að finna verulega fyrir því í náinni framtíð. Íbúðalánin séu í raun orðin mun hærri en nemi andvirði húseignanna sem standi að baki þeim.

Soros hefur einnig áhyggjur af bankageiranum breska og hann telur bresk stjórnvöld ekki í stakk búin til að taka á vandamálnum eins og þurfi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×