Glóir allt gull? Atli Steinn Guðmundsson skrifar 24. maí 2008 14:46 Ekki er örgrannt um að févitringar, sjálfskipaðir sem aðrir, velti því nú fyrir sér hvort eina haldbæra fjárfestingin í kreppu, hruni og harðæri sé gullið sem ætíð glóir, óháð vöxtum og vísitölum. Gengi gullsins er almennt talið tryggt án tillits til stöðunnar á öðrum vígstöðvum vegna þess hve lítil tengsl þess eru við alla aðra flokka eigna. Þegar gengið er valt og heilu bankarnir fara á hliðina, eins og bandaríski Bear Stearns á dögunum, þyrpast fjárfestar að gullinu en þar kaupa færri en vilja. Gullforði heimsins er takmörkuð auðlind, gamalgrónar námur ganga ört til þurrðar og nýgengi slíkra náttúrubanka fer minnkandi. Um leið hækkar verðið þá eðlilega en tengsl bandaríkjadals við gull eru almennt þau að veiking dalsins gagnvart öðrum miðlum hækkar gullgengið. Það sem af er ári hefur gull hækkað í verði um því sem næst 20% en í janúar skaust únsan í fyrsta sinn síðan 1980 yfir 875 dali og náði metverðinu 1.000 dölum, tæpum 75.000 krónum, í mars. Nú skoða hagfræðingar hve mikið gull geti hækkað með góðu móti og komast að þeirri niðurstöðu að málmurinn glóandi eigi langt í land með að ná hámarki sínu. Sé upphæðin frá 1980 framreiknuð með tilliti til verðbólgu kostaði gullið þá um 2.200 dali að núvirði samkvæmt útreikningum ETF Securities svo draga má þá ályktun að enn sé nægilegt rými til gildisaukningar. Vefurinn This is Money leggur þessar hugleiðingar fram. Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Ekki er örgrannt um að févitringar, sjálfskipaðir sem aðrir, velti því nú fyrir sér hvort eina haldbæra fjárfestingin í kreppu, hruni og harðæri sé gullið sem ætíð glóir, óháð vöxtum og vísitölum. Gengi gullsins er almennt talið tryggt án tillits til stöðunnar á öðrum vígstöðvum vegna þess hve lítil tengsl þess eru við alla aðra flokka eigna. Þegar gengið er valt og heilu bankarnir fara á hliðina, eins og bandaríski Bear Stearns á dögunum, þyrpast fjárfestar að gullinu en þar kaupa færri en vilja. Gullforði heimsins er takmörkuð auðlind, gamalgrónar námur ganga ört til þurrðar og nýgengi slíkra náttúrubanka fer minnkandi. Um leið hækkar verðið þá eðlilega en tengsl bandaríkjadals við gull eru almennt þau að veiking dalsins gagnvart öðrum miðlum hækkar gullgengið. Það sem af er ári hefur gull hækkað í verði um því sem næst 20% en í janúar skaust únsan í fyrsta sinn síðan 1980 yfir 875 dali og náði metverðinu 1.000 dölum, tæpum 75.000 krónum, í mars. Nú skoða hagfræðingar hve mikið gull geti hækkað með góðu móti og komast að þeirri niðurstöðu að málmurinn glóandi eigi langt í land með að ná hámarki sínu. Sé upphæðin frá 1980 framreiknuð með tilliti til verðbólgu kostaði gullið þá um 2.200 dali að núvirði samkvæmt útreikningum ETF Securities svo draga má þá ályktun að enn sé nægilegt rými til gildisaukningar. Vefurinn This is Money leggur þessar hugleiðingar fram.
Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur