Viðskipti erlent

Landsbanki Kepler fékk greinendaverðlaun FT/StarMine

Greinendur í Landsbanka Kepler hlutu alls sjö verðlaun í FT/StarMine greinendaverðlaununum sem skipar fyrirtækinu meðal tíu efstu í flokki bestu verðbréfafyrirtækja í iðnríkjum Evrópu.  Verðlaunin eru veitt greinendum sem bera af meðal greiningaraðila á árinu 2007.

Helstu niðurstöður voru kynntar í Financial Times 16. maí. Eftirfarandi greinendur hjá Landsbanki Kepler hlutu FT/StarMine greinendaverðlaun: Ingo Becker Nr. 1 Val á hlutabréfum í veitum, Dirk Becker Nr. 1 Mat á fyrirtækjum í fjármálaþjónustu, Frédéric Capdeville Nr. 2 Val á hlutabréfum í heilbrigðisgeira, Samuel Henry-Diesbach Nr. 2 Val á hlutabréfum á fasteignamarkaði, Laurent Daure Nr. 2 Mat á fyrirtækjum í upplýsingatækniþjónustu, Josep Pujal Nr. 3 Mat á fyrirtækjum í byggingariðnaði og Enrico Mattioli Nr. 3 Val á hlutabréfum í tryggingafélögum

Auk þess var Nahum Sanchez de Lamadrid, nýr yfirmaður fjarskiptarannsókna hjá Landsbanka Kepler, tilnefndur meðal tíu bestu af þeim sem spá fyrir um afkomu fyrirtækja í Evrópu. Þessi einkunn var gefin fyrir fyrra starf hans hjá Caja Madrid Bolsa.

Jose Antonio Hernandez, framkvæmdastjóri og yfirmaður hlutabréfamiðlunar segir í tilkynningu um málið að þeir séu afskaplega stoltir af greinendum sínum. „Þessi verðlaun eru viðurkenning á framúrskarandi greiningarvinnu Landsbanka Kepler og uppbyggingu fyrirtækisins sem er á góðri leið með að verða leiðandi í hlutabréfagreiningu og -sölu með 65 greinendur sem fylgjast með meira en 500 fyrirtækjum á meginlandi Evrópu. Greinendur okkar eru sérfræðingar sem þekkja best sína heimamarkaði og hafa frelsi til að stunda sjálfstæðar greiningar sem skiptir að okkar mati höfuðmáli til að tryggja okkur besta starfsfólkið."

Landsbanki Kepler er leiðandi evrópskt verðbréfafyrirtæki sem hefur umsjón með greiningarvinnu í hæsta gæðaflokki og verðbréfasölu á mörgum stöðum. Virðisauki Keplers er 'Staðbundin þekking sem nær yfir alla Evrópu' þökk sé starfsemi bankans í Amsterdam, Frankfurt, Genf, Madríd, Mílanó, Zürich og New York.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×