Viðskipti erlent

Hægt að kaupa nýja fartölvu á 18.000 kr.

Ef þú getur lifað með lítinn skerm og harðan disk upp á 1 GB er hægt að fá nýja fartölvu á aðeins 18.000 kr. Þetta er Alpha 400 fartalvan frá Bestlink tölvufyrirtækinu í Hong Kong.

Tölvan vegur aðeins 700 grömm, er með sjö tommu skerm með upplausninni 800x480 og örgjafinn er 400 MHz.

Í fréttum um þessa tölvu í blaðinu Politiken segir að hún sé góð fyrir einfaldar aðgerðir eins og að skrifa og senda tölvupóst og sveima um á netinu.

Stýrikerfið er Linux og innifalið í verðinu er vafri, tölvupóstforrit, myndvinnsluforrit og textaforrit.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×