Viðskipti erlent

Norðmenn eiga eitt prósent af allri Evrópu

Olíusjóður Norðmanna gildnar stöðugt. Stjórn sjóðsins er dugleg við að fjárfesta erlendis og er nú svo komið að hann á eitt prósent af öllum hlutabréfum í Evrópu.

Og eftir nokkrar vikur mun hann eiga hálft prósent af öllum hlutabréfum í öllum heiminum.

Verð á olíu hefur fjórfaldast á undanförnum fjórum árum og Norðmenn hafa grætt vel á því. Sjóðurinn er nú orðinn svo digur að ef honum væri skipt jafnt á milli þjóðarinnar (sem telur um 5 milljónir) fengi hver og einn rúmar 109 milljónir íslenskra króna.

Yfirhagfræðingur Handelsbankans. Knut Anton Mörk segir að þetta veki spurningar um hversu lengi stjórnmálamennirnir komist upp með að segja að þá skorti peninga og verði því að hækka skattana.

Roger Schjerva, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu segir hinsvegar að það sé rétt stefna að ávaxta olíusjóðinn með þeim hætti sem gert er.

Fram til þessa hafi norska þjóðin verið sammála um þessa stefnu, þar sem ekki sé verið að taka peninga frá komandi kynslóðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×