Viðskipti erlent

Verðfall á mörkuðum í Asíu

Verðfall varð á fjármálamörkuum Asíu i morgun og hafa úrvalsvísitölur þeirra ekki lækkað jafnmikið á einum degi á síðustu sex vikum.

Japanska Nikkei vísitalan féll um 2% og CSI vísitalan í Kína um tæp 3%. Það eru áhyggjur af hækkandi hrávöruverði og samdráttur í einkaneyslu sem valda þessari lækkun. Hlutabréf bílaframleiðenda hafa lækkað mest, Nissan Motor lækkaði um tæp 3% og Daihatsu um 5,6%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×