Fleiri fréttir Ennþá mikil sala á fasteignum í borginni Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu um fasteignir í síðustu viku var 125. Þetta er svipaður fjöldi og nemur meðaltalinu á viku undanfarna þrjá mánuði. 11.12.2012 07:43 Málverk eftir Gunnlaug Scheving selt á 8 milljónir Málverkið Á síld, eftir Gunnlaug Scheving, seldist á átta milljónir króna á uppboði hjá Gallerí Fold í grækvöldi, sem var lang hæsta verðið sem greitt var fyrir eina mynd á uppboðinu. 11.12.2012 07:01 Erlendar eignir Seðlabankans lækkuðu um 21 milljarð Erlendar eignir Seðlabankans námu um 527 milljörðum kr. í lok nóvember samanborið við 548 milljarða kr. í lok október og lækkuðu því um 21 milljarð kr. milli mánaða. 11.12.2012 06:27 Spáir óbreyttum stýrivöxtum Greining Íslandsbanka spáir því að Seðlabankinn muni halda stýrivöxtum sínum óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunarfundi, sem verður á morgun, en sá fundur er jafnframt síðasti vaxtaákvörðunarfundur nefndarinnar á árinu. 11.12.2012 06:25 Fimm þúsund bréf vegna vanskila Um fimm þúsund félög hafa enn ekki skilað inn ársreikningi. Skil hafa batnað og færri félög voru sektuð í ár en í fyrra. Fyrirhugaðar breytingar á lögum um ársreikninga munu auka gagnsæi og fjölga úrræðum eftirlitsaðila. Tilgreina verður tíu stærstu eigen 11.12.2012 05:00 Kári: Gleðidagur fyrir íslenskt samfélag Yfirtaka bandarísks lyfjarisa á Íslenskri erfðagreiningu gerir kleift að nýta erfðarannsóknir síðustu sextán ára til þess að búa til áþreifanlegan ábata fyrir heilbrigðiskerfi heimsins, segir Kári Stefánsson stofnandi fyrirtækisins. Hann býst við að starfsemin hér á landi eigi eftir að vaxa á næstu árum. 10.12.2012 19:13 Kortaverslun að nálgast það sem hún var fyrir hrun "Desember fer býsna vel af stað. Tölur fyrir nóvember liggja fyrir og þar sjáum við að milli ára þá er verslun Íslendinga að aukast um sjö prósent." segir Bergsveinn Sampsted, framkvæmdastjóri kortaútgáfu Valitor. 10.12.2012 17:48 Heiðar Már stærsti einstaki eigandi Vodafone Forsvarsmenn Fjarskipta, rekstraraðila Vodafone, telja að markmið um að ná fram dreifðu eignarhaldi fyrirtækinu á Íslandi, hafi náðst þegar 60% eignarhlutur Framtakssjóðs Íslands í félaginu var boðinn út í síðustu viku. Að loknu útboðinu eiga lífeyrissjóðir um 51,1% í félaginu, fjármálafyrirtæki eiga 16,4% og verðbréfasjóðir 11,4%. Önnur fyrirtæki og einstaklingar eiga 21,1% hlut í félaginu. 10.12.2012 16:57 Íslensk erfðagreining seld fyrir 50 milljarða króna Samkomulag hefur tekist um að bandaríska líftækni- og lyfjaframleiðslufyrirtækið Amgen kaupi allt hlutafé móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar fyrir 415 milljónir bandarískra dala eða um 52 milljarða íslenskra króna. Kaupin voru samþykkt einróma í stjórn Amgen og verður kaupverðið greitt að fullu í reiðufé. 10.12.2012 13:14 Öll færeysku félögin út úr úrvalsvísitölunni Búið er að endurskoða úrvalsvísitölu Kauphallarinnar og með þessari endurskoðun eru öll færeysku félögin komin út úr henni. Um tíma voru þrjú af sex félögunum í vísitölunni færeysk. 10.12.2012 09:23 Afkoma hins opinbera heldur áfram að batna Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð um 8,4 milljarða króna á 3. ársfjórðungi ársins sem er nokkru hagstæðari niðurstaða en á sama tíma í fyrra er hún var neikvæð um 14,4 milljarða króna. 10.12.2012 09:05 Erlend skuldabréfaútgáfa í bígerð hjá bönkunum Íslensku bankarnir eru nú að undirbúa skuldabréfaútgáfu erlendis í dollurum eða evrum. Slík skuldabréfaútgáfa hefur verið óþekkt frá því fyrir hrunið 2008. 10.12.2012 07:45 Rúmlega 30 manns missa vinnuna á Dalvík Rúmlega 30 manns munu missa vinnuna hjá fiskvinnslunni Norðurströnd ehf á Dalvík, vegna kröfu Íslandsbanka um að fyrirtækið verði tekið til gjaldþrotaskipta. 10.12.2012 07:06 Hlutdeild erlendra flugfélaga minnkar á næsta ári Erlend flugfélög sem fljúga hingað til lands ætla aðeins að fjölga um eina ferð hingað á viku næsta sumar, en Icelandair ætlar að fjölga um átján ferðir á viku, frá því framboði sem var síðastliðið sumar, samkvæmt athugun Túrista á væntanlegri ferðatíðni. 10.12.2012 06:46 Skuldir heimilanna hafa hækkað um 28 milljarða Verðtryggðar skuldir heimilanna hafa hækkað um 28 milljarða króna á þessu kjörtímabili, útaf skattahækkunum ríkisstjórnarinnar. Þetta nemur ríflega 200 þúsund krónum á hvert heimili að meðaltali. 8.12.2012 18:57 Bæta við 300 tonna síldarkvóta í Breiðafirði Ákveðið hefur verið að bæta 300 tonnum við heimildir til síldveiða með reknet í Breiðafirði og telst það lokaúthlutun þessa fiskveiðiárs og er heildarmagnið þá orðið 900 tonn. 8.12.2012 13:09 Spáir óbreyttum stýrivöxtum Greining Arion banka spáir óbreyttum vöxtum við vaxtaákvörðun Seðlabankans í næstu viku. 8.12.2012 09:30 Landsbankinn selur Aurum Þrotabú Landsbanka Íslands tilkynnti á fimmtudagskvöld um sölu á um 60 prósenta hlut sínum í breska félaginu Aurum Holdings Limited, en Aurum á verslanakeðjurnar Goldsmiths, Mappin&Webb og Watches of Switzerland. Kaupandinn er bandaríski fjárfestingasjóðurinn Apollo Global Management. Kaupverðið fæst ekki uppgefið en breskir fjölmiðlar hafa talið að heildarvirði félagsins sé um 36,3 milljarðar króna. Miðað við það verð hefur þrotabú bankans fengið tæpa 22 milljarða króna fyrir hlut sinn. Don McCarthy, sem var einnig stór eigandi í Aurum, hættir sem stjórnarformaður. 8.12.2012 08:00 Norðurál undirritaði samning um þriggja milljarða verkefni Norðurál undirritaði í dag verksamning við Íslenska aðalverktaka um byggingu 1600 fermetra mannvirkja við álverið á Grundartanga. Samningurinn er fyrsti áfangi í fimm ára fjárfestingarverkefni Norðuráls þar sem markmiðið er að auka framleiðni, bæta rekstraröryggi og auka framleiðslu um allt að 50 þúsund tonn af áli á ári. 7.12.2012 18:12 Hagvöxtur var 2% á fyrstu níu mánuðum ársins Landsframleiðsla á fyrstu níu mánuðum ársins jókst um 2% að raungildi samanborið við fyrstu níu mánuði ársins í fyrra. 7.12.2012 09:05 Frá hruninu hefur 8.750 manns verið synjað um atvinnuleysisbætur Frá hruninu árið 2008 hefur 8.750 einstaklingum verið synjað um atvinnuleysisbætur. Helsta ástæða þess hefur verið að viðkomandi hefur ekki unnið sér inn rétt til bótanna. 7.12.2012 08:28 Verðstríð hafið á bensínmarkaðinum, lítrinn lækkar um 15 krónur Verðstríð hófst á eldsneytismarkaðnum hér innanlands í morgun, þegar N-1 lækkaði bensínlítrann um 15 krónur og stendur tilboðið til miðnættis. 7.12.2012 08:05 Íslensk fjármálafyrirtæki eiga 8.139 milljarða Heildarfjármunaeign fjármálafyrirtækja á þriðja ársfjórðungi ársins nam 8.139 ma.kr. og hafði lækkað um tæpa 282 milljarða kr. frá öðrum ársfjórðungi. 7.12.2012 07:14 Eignir lífeyrissjóðanna orðnar 2.326 milljarðar Hrein eign lífeyrissjóða nam 2.326 milljörðum kr. í lok október og hafði þar með hækkað um 31 milljarð kr. frá september eða 1,4%. 7.12.2012 07:08 Ótrúlegt að ekki hafi orðið óeirðir Lars Christensen, forstöðumaður greiningadeildar Danske Bank, telur Íslendingum hafa tekist vel upp í tiltekt sinni í ríkisfjármálum. Hann sagði Þórði Snæ Júlíussyni að lausnin á vandamálum þjóðarinnar lægi ekki í nýjum gjaldmiðli og að afnema ætti gjalde 7.12.2012 07:00 Leigufélag ÍLS á að tryggja framboð og halda leigu niðri Stefnt er að því að stofna leigufélag utan um eignir Íbúðalánasjóðs á næstu dögum. Fyrsta kastið verða 600 til 700 eignir í félaginu sem verður sjálfstætt. Stofnað til að bæta leigumarkaðinn, segir velferðarráðherra. 7.12.2012 07:00 Fjöldi erlendra ferðamanna á við tvöfalda íbúatölu landsins Fjöldi erlendra ferðamanna það sem af er árinu er kominn í tæplega 619.000 manns og hafa þeir aldrei verið fleiri í sögunni. 7.12.2012 06:48 Jól hjá Samherja, borga yfir 400.000 í jólabónus Tæplega 500 starfsmenn Samherja, sem starfa í landvinnslu fyrirtækisins, fá 378 þúsund krónur i launauppbót til viðbótar 50 þúsund króna desemberuppbótar. 7.12.2012 06:27 Bera bankamenn ábyrgð á heimskreppunni? Sanngjörn spurning, segir Lars Lars Christensen, aðalgreinandi Danske Bank, segist líta svo að hið mikla hrun á fjármálamörkuðum haustið 2008, sem hagkerfi heimsins eru enn að súpa seyðið af, eigi sér skýringar í mörgum þáttum. Lars er gestur nýjasta þáttar Klinksins, þar sem hann ræðir um stöðu Íslands eftir hrunið, stöðu efnahagsmála í Evrópu og Danmörku, svo eitthvað sé nefnt. 6.12.2012 16:45 Frjálsi er sá næstbesti Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur verið valinn næstbesti lífeyrissjóður smáþjóða af fagtímaritinu Investment Pension Europe (IPE). Besti lífeyrissjóðurinn í flokknum var valinn Hotel Employees Provident Fund á Kýpur. 6.12.2012 13:52 Ein stærstu flugvélakaup í Íslandssögunni Kaupin á Boeing 737 vélunum sem Icelandair Group hefur ákveðið að fara í eru líklega þau stærstu í sögunni, segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri félagsins. "Líklega eru þau það," segir hann í samtali við Vísi. "Án þess að ég hafi farið mikið ofan í söguna hvað það varðar," segir hann. Fyrirtækið tilkynnti í morgun að ákveðið hefði verið að ráðast í kaup á tólf 737 MAX8 og 737 MAX9 vélar með kauprétt á sex til viðbótar. Verðmæti þessa tólf véla er 180 milljarðar króna. 6.12.2012 10:01 Icelandair vill kaupa nýjar Boeing þotur fyrir 150 milljarða Icelandair Group og Boeing hafa undirritað viljayfirlýsingu um pöntun á tólf 737 MAX8 og 737 MAX9 flugvélum með kauprétti á 12 flugvélum til viðbótar. Heildarverðmæti þessara 12 véla nemur um 150 milljörðum kr. 6.12.2012 09:20 Neysluútgjöld á heimili nema 443.000 á mánuði Neysluútgjöld á heimili árin 2009–2011 voru 443 þúsund krónur á mánuði og hafa aukist um 0,4% frá tímabilinu 2008–2010. 6.12.2012 09:05 Skuldir heimilanna hækka um 1,3 milljarða vegna vörugjalda Fyrirhuguð hækkun vörugjalda á tilteknar mat- og drykkjarvörur hefur þau áhrif að verðtryggðar skuldir heimilanna munu hækka um tæplega 1,3 milljarða króna. 6.12.2012 08:11 Icelandair með 25% fleiri farþega í millilandaflugi Icelandair flutti 131 þúsund farþega í millilandaflugi í nóvember og voru þeir 25% fleiri en í nóvember á síðasta ári. 6.12.2012 06:28 „Leiðinleg“ staða á Íslandi - danskir bankar voru á barmi hruns "Ég myndi segja að það væri frekar leiðinleg staða á Íslandi núna, þ.e. að efnahagslífið einkennist af ákveðnum stöðugleika, en um leið óvissu. Þetta svona á vissan hátt frekar líflítil og leiðinleg staða,“ segir Lars Christensen, aðalhagfræðingur Danske bank, stærsta banka Danmerkur. Hann gestur nýjast þáttar Klinksins sem aðgengilegur er hér á Vísi. 5.12.2012 20:50 Segir Íslendinga brjóta gegn reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar Kínverski fjárfestirinn Huang Nubo sakar Íslendinga um að brjóta reglur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar og ætlar senda formlega kvörtun til íslenskra stjórnvalda. Ástæðan er sú að honum hefur verið gert að sækja aftur um leyfi til þess að byggja upp ferðamannaparadís á Grímsá á Fjöllum. Nubo segir í samtali við kínverska fjölmiðla að ákvörðunin um að láta hann sækja um aftur sé kínverskum fjárfestum klárlega mismunað. 5.12.2012 16:55 Lýður Guðmundsson fyrir dómi Þeir Lýður Guðmundsson, oftast kenndur við Bakkavör, og Bjarnfreður Ólafsson hæstaréttarlögmaður voru mættir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þegar fyrirtaka fór fram í máli sérstaks saksóknara gegn þeim. 5.12.2012 14:24 Christensen vill að Íslendingar horfi til Singapore Lars Christensen, forstöðumaður Greiningar Danske Bank, segir að Íslendingar eigi að horfa til Singapore þegar kemur að því að ákveða peningastefnu. Margt sé líkt með Íslandi og Singapore. Til dæmis séu bæði ríkin fámenn, þótt Singapore sé tífalt stærra. Tekjur séu háar og hagkerfi í báðum ríkjum séu háð ytri aðstæðum. Íslenskir ráðamenn geti því lært mikið af Singapoore þegar kemur að því að bæta peningastefnuna. Stefna Singapore felur í sér fljótandi gjaldmiðil með takmörkunum. 5.12.2012 10:43 Veltan jókst um 19% á fasteignamarkaðinum Veltan á fasteignamarkaðinum í nóvember var rúmlega 19% meiri en í mánuðinum á undan. Kaupsamningum fjölgaði hinsvegar aðeins um 2%. 5.12.2012 10:42 Vöruskiptin hagstæð um rúma 12 milljarða í nóvember Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir nóvember s.l. var útflutningur 56,3 milljarðar króna og innflutningur 44,0 milljarðar króna. Vöruskiptin í nóvember voru því hagstæð um 12,3 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum. 5.12.2012 09:03 Lars Christensen spáir 2,2% til 2,9% hagvexti Lars Christensen, forstöðumaður greiningar Danske Bank, spáir því að hagvöxtur hér á landi verði á bilinu 2,2% til 2,9% á næstu þremur árum. Hann segir einnig að verðbólga fari minnkandi þótt hún verði áfram yfir viðmiðum Seðlabankans. 5.12.2012 08:59 Þrjár hópuppsagnir tilkynntar í nóvember Vinnumálastofnun bárust þrjár hópuppsagnir í nóvember 2012. Um er að ræða tvær tilkynningar um hópuppsagnir í útgerð og eina tilkynningu um hópuppsögn í rekstri veitingastaða. 5.12.2012 07:59 Samráð engu skilað Ekkert hefur þokast í samningsviðræðum stjórnvalda og stéttarfélaga opinberra starfsmanna um stórtækar breytingar á lífeyriskerfi þeirra, samkvæmt heimildum Markaðarins. Samráðsnefnd aðilanna hefur ekki fundað frá því snemma í október. 5.12.2012 07:00 Markaðsmisnotkun með FL-bréf rannsökuð Meint markaðsmisnotkun VBS með bréf í FL Group er til rannsóknar hjá FME. VBS tapaði 2,2 milljörðum á fléttunni og höfðaði einkamál til að sækja féð. Samið var um lyktir þess í lok nóvember. VBS fær greitt í samræmi við nauðasamning. 5.12.2012 07:00 Sjá næstu 50 fréttir
Ennþá mikil sala á fasteignum í borginni Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu um fasteignir í síðustu viku var 125. Þetta er svipaður fjöldi og nemur meðaltalinu á viku undanfarna þrjá mánuði. 11.12.2012 07:43
Málverk eftir Gunnlaug Scheving selt á 8 milljónir Málverkið Á síld, eftir Gunnlaug Scheving, seldist á átta milljónir króna á uppboði hjá Gallerí Fold í grækvöldi, sem var lang hæsta verðið sem greitt var fyrir eina mynd á uppboðinu. 11.12.2012 07:01
Erlendar eignir Seðlabankans lækkuðu um 21 milljarð Erlendar eignir Seðlabankans námu um 527 milljörðum kr. í lok nóvember samanborið við 548 milljarða kr. í lok október og lækkuðu því um 21 milljarð kr. milli mánaða. 11.12.2012 06:27
Spáir óbreyttum stýrivöxtum Greining Íslandsbanka spáir því að Seðlabankinn muni halda stýrivöxtum sínum óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunarfundi, sem verður á morgun, en sá fundur er jafnframt síðasti vaxtaákvörðunarfundur nefndarinnar á árinu. 11.12.2012 06:25
Fimm þúsund bréf vegna vanskila Um fimm þúsund félög hafa enn ekki skilað inn ársreikningi. Skil hafa batnað og færri félög voru sektuð í ár en í fyrra. Fyrirhugaðar breytingar á lögum um ársreikninga munu auka gagnsæi og fjölga úrræðum eftirlitsaðila. Tilgreina verður tíu stærstu eigen 11.12.2012 05:00
Kári: Gleðidagur fyrir íslenskt samfélag Yfirtaka bandarísks lyfjarisa á Íslenskri erfðagreiningu gerir kleift að nýta erfðarannsóknir síðustu sextán ára til þess að búa til áþreifanlegan ábata fyrir heilbrigðiskerfi heimsins, segir Kári Stefánsson stofnandi fyrirtækisins. Hann býst við að starfsemin hér á landi eigi eftir að vaxa á næstu árum. 10.12.2012 19:13
Kortaverslun að nálgast það sem hún var fyrir hrun "Desember fer býsna vel af stað. Tölur fyrir nóvember liggja fyrir og þar sjáum við að milli ára þá er verslun Íslendinga að aukast um sjö prósent." segir Bergsveinn Sampsted, framkvæmdastjóri kortaútgáfu Valitor. 10.12.2012 17:48
Heiðar Már stærsti einstaki eigandi Vodafone Forsvarsmenn Fjarskipta, rekstraraðila Vodafone, telja að markmið um að ná fram dreifðu eignarhaldi fyrirtækinu á Íslandi, hafi náðst þegar 60% eignarhlutur Framtakssjóðs Íslands í félaginu var boðinn út í síðustu viku. Að loknu útboðinu eiga lífeyrissjóðir um 51,1% í félaginu, fjármálafyrirtæki eiga 16,4% og verðbréfasjóðir 11,4%. Önnur fyrirtæki og einstaklingar eiga 21,1% hlut í félaginu. 10.12.2012 16:57
Íslensk erfðagreining seld fyrir 50 milljarða króna Samkomulag hefur tekist um að bandaríska líftækni- og lyfjaframleiðslufyrirtækið Amgen kaupi allt hlutafé móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar fyrir 415 milljónir bandarískra dala eða um 52 milljarða íslenskra króna. Kaupin voru samþykkt einróma í stjórn Amgen og verður kaupverðið greitt að fullu í reiðufé. 10.12.2012 13:14
Öll færeysku félögin út úr úrvalsvísitölunni Búið er að endurskoða úrvalsvísitölu Kauphallarinnar og með þessari endurskoðun eru öll færeysku félögin komin út úr henni. Um tíma voru þrjú af sex félögunum í vísitölunni færeysk. 10.12.2012 09:23
Afkoma hins opinbera heldur áfram að batna Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð um 8,4 milljarða króna á 3. ársfjórðungi ársins sem er nokkru hagstæðari niðurstaða en á sama tíma í fyrra er hún var neikvæð um 14,4 milljarða króna. 10.12.2012 09:05
Erlend skuldabréfaútgáfa í bígerð hjá bönkunum Íslensku bankarnir eru nú að undirbúa skuldabréfaútgáfu erlendis í dollurum eða evrum. Slík skuldabréfaútgáfa hefur verið óþekkt frá því fyrir hrunið 2008. 10.12.2012 07:45
Rúmlega 30 manns missa vinnuna á Dalvík Rúmlega 30 manns munu missa vinnuna hjá fiskvinnslunni Norðurströnd ehf á Dalvík, vegna kröfu Íslandsbanka um að fyrirtækið verði tekið til gjaldþrotaskipta. 10.12.2012 07:06
Hlutdeild erlendra flugfélaga minnkar á næsta ári Erlend flugfélög sem fljúga hingað til lands ætla aðeins að fjölga um eina ferð hingað á viku næsta sumar, en Icelandair ætlar að fjölga um átján ferðir á viku, frá því framboði sem var síðastliðið sumar, samkvæmt athugun Túrista á væntanlegri ferðatíðni. 10.12.2012 06:46
Skuldir heimilanna hafa hækkað um 28 milljarða Verðtryggðar skuldir heimilanna hafa hækkað um 28 milljarða króna á þessu kjörtímabili, útaf skattahækkunum ríkisstjórnarinnar. Þetta nemur ríflega 200 þúsund krónum á hvert heimili að meðaltali. 8.12.2012 18:57
Bæta við 300 tonna síldarkvóta í Breiðafirði Ákveðið hefur verið að bæta 300 tonnum við heimildir til síldveiða með reknet í Breiðafirði og telst það lokaúthlutun þessa fiskveiðiárs og er heildarmagnið þá orðið 900 tonn. 8.12.2012 13:09
Spáir óbreyttum stýrivöxtum Greining Arion banka spáir óbreyttum vöxtum við vaxtaákvörðun Seðlabankans í næstu viku. 8.12.2012 09:30
Landsbankinn selur Aurum Þrotabú Landsbanka Íslands tilkynnti á fimmtudagskvöld um sölu á um 60 prósenta hlut sínum í breska félaginu Aurum Holdings Limited, en Aurum á verslanakeðjurnar Goldsmiths, Mappin&Webb og Watches of Switzerland. Kaupandinn er bandaríski fjárfestingasjóðurinn Apollo Global Management. Kaupverðið fæst ekki uppgefið en breskir fjölmiðlar hafa talið að heildarvirði félagsins sé um 36,3 milljarðar króna. Miðað við það verð hefur þrotabú bankans fengið tæpa 22 milljarða króna fyrir hlut sinn. Don McCarthy, sem var einnig stór eigandi í Aurum, hættir sem stjórnarformaður. 8.12.2012 08:00
Norðurál undirritaði samning um þriggja milljarða verkefni Norðurál undirritaði í dag verksamning við Íslenska aðalverktaka um byggingu 1600 fermetra mannvirkja við álverið á Grundartanga. Samningurinn er fyrsti áfangi í fimm ára fjárfestingarverkefni Norðuráls þar sem markmiðið er að auka framleiðni, bæta rekstraröryggi og auka framleiðslu um allt að 50 þúsund tonn af áli á ári. 7.12.2012 18:12
Hagvöxtur var 2% á fyrstu níu mánuðum ársins Landsframleiðsla á fyrstu níu mánuðum ársins jókst um 2% að raungildi samanborið við fyrstu níu mánuði ársins í fyrra. 7.12.2012 09:05
Frá hruninu hefur 8.750 manns verið synjað um atvinnuleysisbætur Frá hruninu árið 2008 hefur 8.750 einstaklingum verið synjað um atvinnuleysisbætur. Helsta ástæða þess hefur verið að viðkomandi hefur ekki unnið sér inn rétt til bótanna. 7.12.2012 08:28
Verðstríð hafið á bensínmarkaðinum, lítrinn lækkar um 15 krónur Verðstríð hófst á eldsneytismarkaðnum hér innanlands í morgun, þegar N-1 lækkaði bensínlítrann um 15 krónur og stendur tilboðið til miðnættis. 7.12.2012 08:05
Íslensk fjármálafyrirtæki eiga 8.139 milljarða Heildarfjármunaeign fjármálafyrirtækja á þriðja ársfjórðungi ársins nam 8.139 ma.kr. og hafði lækkað um tæpa 282 milljarða kr. frá öðrum ársfjórðungi. 7.12.2012 07:14
Eignir lífeyrissjóðanna orðnar 2.326 milljarðar Hrein eign lífeyrissjóða nam 2.326 milljörðum kr. í lok október og hafði þar með hækkað um 31 milljarð kr. frá september eða 1,4%. 7.12.2012 07:08
Ótrúlegt að ekki hafi orðið óeirðir Lars Christensen, forstöðumaður greiningadeildar Danske Bank, telur Íslendingum hafa tekist vel upp í tiltekt sinni í ríkisfjármálum. Hann sagði Þórði Snæ Júlíussyni að lausnin á vandamálum þjóðarinnar lægi ekki í nýjum gjaldmiðli og að afnema ætti gjalde 7.12.2012 07:00
Leigufélag ÍLS á að tryggja framboð og halda leigu niðri Stefnt er að því að stofna leigufélag utan um eignir Íbúðalánasjóðs á næstu dögum. Fyrsta kastið verða 600 til 700 eignir í félaginu sem verður sjálfstætt. Stofnað til að bæta leigumarkaðinn, segir velferðarráðherra. 7.12.2012 07:00
Fjöldi erlendra ferðamanna á við tvöfalda íbúatölu landsins Fjöldi erlendra ferðamanna það sem af er árinu er kominn í tæplega 619.000 manns og hafa þeir aldrei verið fleiri í sögunni. 7.12.2012 06:48
Jól hjá Samherja, borga yfir 400.000 í jólabónus Tæplega 500 starfsmenn Samherja, sem starfa í landvinnslu fyrirtækisins, fá 378 þúsund krónur i launauppbót til viðbótar 50 þúsund króna desemberuppbótar. 7.12.2012 06:27
Bera bankamenn ábyrgð á heimskreppunni? Sanngjörn spurning, segir Lars Lars Christensen, aðalgreinandi Danske Bank, segist líta svo að hið mikla hrun á fjármálamörkuðum haustið 2008, sem hagkerfi heimsins eru enn að súpa seyðið af, eigi sér skýringar í mörgum þáttum. Lars er gestur nýjasta þáttar Klinksins, þar sem hann ræðir um stöðu Íslands eftir hrunið, stöðu efnahagsmála í Evrópu og Danmörku, svo eitthvað sé nefnt. 6.12.2012 16:45
Frjálsi er sá næstbesti Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur verið valinn næstbesti lífeyrissjóður smáþjóða af fagtímaritinu Investment Pension Europe (IPE). Besti lífeyrissjóðurinn í flokknum var valinn Hotel Employees Provident Fund á Kýpur. 6.12.2012 13:52
Ein stærstu flugvélakaup í Íslandssögunni Kaupin á Boeing 737 vélunum sem Icelandair Group hefur ákveðið að fara í eru líklega þau stærstu í sögunni, segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri félagsins. "Líklega eru þau það," segir hann í samtali við Vísi. "Án þess að ég hafi farið mikið ofan í söguna hvað það varðar," segir hann. Fyrirtækið tilkynnti í morgun að ákveðið hefði verið að ráðast í kaup á tólf 737 MAX8 og 737 MAX9 vélar með kauprétt á sex til viðbótar. Verðmæti þessa tólf véla er 180 milljarðar króna. 6.12.2012 10:01
Icelandair vill kaupa nýjar Boeing þotur fyrir 150 milljarða Icelandair Group og Boeing hafa undirritað viljayfirlýsingu um pöntun á tólf 737 MAX8 og 737 MAX9 flugvélum með kauprétti á 12 flugvélum til viðbótar. Heildarverðmæti þessara 12 véla nemur um 150 milljörðum kr. 6.12.2012 09:20
Neysluútgjöld á heimili nema 443.000 á mánuði Neysluútgjöld á heimili árin 2009–2011 voru 443 þúsund krónur á mánuði og hafa aukist um 0,4% frá tímabilinu 2008–2010. 6.12.2012 09:05
Skuldir heimilanna hækka um 1,3 milljarða vegna vörugjalda Fyrirhuguð hækkun vörugjalda á tilteknar mat- og drykkjarvörur hefur þau áhrif að verðtryggðar skuldir heimilanna munu hækka um tæplega 1,3 milljarða króna. 6.12.2012 08:11
Icelandair með 25% fleiri farþega í millilandaflugi Icelandair flutti 131 þúsund farþega í millilandaflugi í nóvember og voru þeir 25% fleiri en í nóvember á síðasta ári. 6.12.2012 06:28
„Leiðinleg“ staða á Íslandi - danskir bankar voru á barmi hruns "Ég myndi segja að það væri frekar leiðinleg staða á Íslandi núna, þ.e. að efnahagslífið einkennist af ákveðnum stöðugleika, en um leið óvissu. Þetta svona á vissan hátt frekar líflítil og leiðinleg staða,“ segir Lars Christensen, aðalhagfræðingur Danske bank, stærsta banka Danmerkur. Hann gestur nýjast þáttar Klinksins sem aðgengilegur er hér á Vísi. 5.12.2012 20:50
Segir Íslendinga brjóta gegn reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar Kínverski fjárfestirinn Huang Nubo sakar Íslendinga um að brjóta reglur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar og ætlar senda formlega kvörtun til íslenskra stjórnvalda. Ástæðan er sú að honum hefur verið gert að sækja aftur um leyfi til þess að byggja upp ferðamannaparadís á Grímsá á Fjöllum. Nubo segir í samtali við kínverska fjölmiðla að ákvörðunin um að láta hann sækja um aftur sé kínverskum fjárfestum klárlega mismunað. 5.12.2012 16:55
Lýður Guðmundsson fyrir dómi Þeir Lýður Guðmundsson, oftast kenndur við Bakkavör, og Bjarnfreður Ólafsson hæstaréttarlögmaður voru mættir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þegar fyrirtaka fór fram í máli sérstaks saksóknara gegn þeim. 5.12.2012 14:24
Christensen vill að Íslendingar horfi til Singapore Lars Christensen, forstöðumaður Greiningar Danske Bank, segir að Íslendingar eigi að horfa til Singapore þegar kemur að því að ákveða peningastefnu. Margt sé líkt með Íslandi og Singapore. Til dæmis séu bæði ríkin fámenn, þótt Singapore sé tífalt stærra. Tekjur séu háar og hagkerfi í báðum ríkjum séu háð ytri aðstæðum. Íslenskir ráðamenn geti því lært mikið af Singapoore þegar kemur að því að bæta peningastefnuna. Stefna Singapore felur í sér fljótandi gjaldmiðil með takmörkunum. 5.12.2012 10:43
Veltan jókst um 19% á fasteignamarkaðinum Veltan á fasteignamarkaðinum í nóvember var rúmlega 19% meiri en í mánuðinum á undan. Kaupsamningum fjölgaði hinsvegar aðeins um 2%. 5.12.2012 10:42
Vöruskiptin hagstæð um rúma 12 milljarða í nóvember Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir nóvember s.l. var útflutningur 56,3 milljarðar króna og innflutningur 44,0 milljarðar króna. Vöruskiptin í nóvember voru því hagstæð um 12,3 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum. 5.12.2012 09:03
Lars Christensen spáir 2,2% til 2,9% hagvexti Lars Christensen, forstöðumaður greiningar Danske Bank, spáir því að hagvöxtur hér á landi verði á bilinu 2,2% til 2,9% á næstu þremur árum. Hann segir einnig að verðbólga fari minnkandi þótt hún verði áfram yfir viðmiðum Seðlabankans. 5.12.2012 08:59
Þrjár hópuppsagnir tilkynntar í nóvember Vinnumálastofnun bárust þrjár hópuppsagnir í nóvember 2012. Um er að ræða tvær tilkynningar um hópuppsagnir í útgerð og eina tilkynningu um hópuppsögn í rekstri veitingastaða. 5.12.2012 07:59
Samráð engu skilað Ekkert hefur þokast í samningsviðræðum stjórnvalda og stéttarfélaga opinberra starfsmanna um stórtækar breytingar á lífeyriskerfi þeirra, samkvæmt heimildum Markaðarins. Samráðsnefnd aðilanna hefur ekki fundað frá því snemma í október. 5.12.2012 07:00
Markaðsmisnotkun með FL-bréf rannsökuð Meint markaðsmisnotkun VBS með bréf í FL Group er til rannsóknar hjá FME. VBS tapaði 2,2 milljörðum á fléttunni og höfðaði einkamál til að sækja féð. Samið var um lyktir þess í lok nóvember. VBS fær greitt í samræmi við nauðasamning. 5.12.2012 07:00