Viðskipti innlent

Kortaverslun að nálgast það sem hún var fyrir hrun

„Desember fer býsna vel af stað. Tölur fyrir nóvember liggja fyrir og þar sjáum við að milli ára þá er verslun Íslendinga að aukast um sjö prósent." segir Bergsveinn Sampsted, framkvæmdastjóri kortaútgáfu Valitor.

Bergsveinn var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og ræddi hann þar við þáttastjórnendur um kortaverslun í ár.

„Á sama tíma er verslun erlendis að aukast um 3.5," segir Bergsveinn. „Það er auðvitað forvitnilegt að erlend verslun hér heima er að aukast meira en í útlöndum."

Þá segir hann að kortaveltan hafi verið að aukast verulega á síðustu misserum.

„Síðasta ár var afar gott og við erum hægt og bítandi að vinna okkur í þá veltu sem var fyrir hrun."

Þá bendir Bergsveinn á að netverslun hafi að sama skapi aukist verulega. Þetta beri merki um að kauphegðun Íslendinga sé að taka breytingum

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×