Leigufélag ÍLS á að tryggja framboð og halda leigu niðri 7. desember 2012 07:00 Fyrsta kastið fara 600 til 700 íbúðir inn í félagið. Stjórn þess ákveður síðan hvort fleiri eignum verður bætt við, þyki þær henta.fréttablaðið/hag Leigufélag í eigu Íbúðalánasjóðs (ÍLS) verður stofnað á næstu dögum. Félagið, sem verður sjálfstætt og aðskilið sjóðnum, mun halda utan um leigu á íbúðum sjóðsins, en félagið á ekki að skila hagnaði. ÍLS leggur félaginu til á bilinu 600 til 700 íbúðir til að byrja með, sem langflestar eru í útleigu, að sögn Sigurðar Erlingssonar, framkvæmdastjóra sjóðsins. „Í meginatriðum liggur fyrir hvaða eignir fara inn í það. Svo er næsta skref að stofna félagið formlega og ráða stjórn og framkvæmdastjóra. Það er komið á það stig." Sigurður segir að unnið sé út frá því að félagið verði stofnað fyrir áramót. Hvort það náist verði að koma í ljós, en nýlegar vendingar í málefnum sjóðsins gætu haft áhrif á málið. Þá kunni starfshópur, sem ráðherra skipaði til að skoða málefni sjóðsins, að vilja kynna sér málið. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra segir að með félaginu eigi að búa til úrræði á leigumarkaði. Það sé hluti af framtíðarsýn varðandi eflingu húsaleigumarkaðar. „Hluti af þeirri hugsun eru húsaleigubætur og þegar þær komast á, og verða efldar, þá munum við tryggja framboð og eðlilega samkeppni í sambandi við leiguverð. Hugmyndin er að leigan verði miðuð við það að félagið standi undir sér, en ekkert meira." Eignir sem fara inn í félagið verða að henta vel til útleigu og mega ekki vera of stórar eða á svæðum þar sem skortir eftirspurn eftir leiguíbúðum. Stjórnar félagsins bíður að ákveða hvort fleiri eignir verði teknar inn í félagið. Þær verða hins vegar að henta vel til útleigu. ÍLS leggur félaginu til eignir og leigutekjur fara til þess. Eignirnar sem fara strax inn í félagið eru víða um land, að sögn Sigurðar. Guðbjartur segir að gæta verði að því að ekki myndist tap á félaginu. „Þetta verður að vera félag sem er stofnað inn í framtíðina. Þetta er ekki til að bjarga Íbúðalánasjóði. Þetta er til að bjarga leigumarkaðinum." - kóp Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Leigufélag í eigu Íbúðalánasjóðs (ÍLS) verður stofnað á næstu dögum. Félagið, sem verður sjálfstætt og aðskilið sjóðnum, mun halda utan um leigu á íbúðum sjóðsins, en félagið á ekki að skila hagnaði. ÍLS leggur félaginu til á bilinu 600 til 700 íbúðir til að byrja með, sem langflestar eru í útleigu, að sögn Sigurðar Erlingssonar, framkvæmdastjóra sjóðsins. „Í meginatriðum liggur fyrir hvaða eignir fara inn í það. Svo er næsta skref að stofna félagið formlega og ráða stjórn og framkvæmdastjóra. Það er komið á það stig." Sigurður segir að unnið sé út frá því að félagið verði stofnað fyrir áramót. Hvort það náist verði að koma í ljós, en nýlegar vendingar í málefnum sjóðsins gætu haft áhrif á málið. Þá kunni starfshópur, sem ráðherra skipaði til að skoða málefni sjóðsins, að vilja kynna sér málið. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra segir að með félaginu eigi að búa til úrræði á leigumarkaði. Það sé hluti af framtíðarsýn varðandi eflingu húsaleigumarkaðar. „Hluti af þeirri hugsun eru húsaleigubætur og þegar þær komast á, og verða efldar, þá munum við tryggja framboð og eðlilega samkeppni í sambandi við leiguverð. Hugmyndin er að leigan verði miðuð við það að félagið standi undir sér, en ekkert meira." Eignir sem fara inn í félagið verða að henta vel til útleigu og mega ekki vera of stórar eða á svæðum þar sem skortir eftirspurn eftir leiguíbúðum. Stjórnar félagsins bíður að ákveða hvort fleiri eignir verði teknar inn í félagið. Þær verða hins vegar að henta vel til útleigu. ÍLS leggur félaginu til eignir og leigutekjur fara til þess. Eignirnar sem fara strax inn í félagið eru víða um land, að sögn Sigurðar. Guðbjartur segir að gæta verði að því að ekki myndist tap á félaginu. „Þetta verður að vera félag sem er stofnað inn í framtíðina. Þetta er ekki til að bjarga Íbúðalánasjóði. Þetta er til að bjarga leigumarkaðinum." - kóp
Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun