Viðskipti innlent

Verðstríð hafið á bensínmarkaðinum, lítrinn lækkar um 15 krónur

Verðstríð hófst á eldsneytismarkaðnum hér innanlands í morgun, þegar N-1 lækkaði bensínlítrann um 15 krónur og stendur tilboðið til miðnættis.

Atlantsolía fylgdi í kjölfarið með sömu lækkun og kostar lítrinn þar nú liðlega 232 krónur, sem er 32 krónum lægra verð en það fór hæst, snemma i apríl.

Orkan, sem er vörumerki í eigu Skeljungs, hefur líka lækkað bensínið um 15 krónur, en ekki hefur enn heyrst frá Olís.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×