Viðskipti innlent

Málverk eftir Gunnlaug Scheving selt á 8 milljónir

Málverkið Á síld, eftir Gunnlaug Scheving, seldist á átta milljónir króna á uppboði hjá Gallerí Fold í grækvöldi, sem var lang hæsta verðið sem greitt var fyrir eina mynd á uppboðinu.

Ónefndur einstaklingur keypt verkið. Myndin er úr þrotabúi SPRON og er nú búið að selja rúmlega 130 myndir af þeim 400 sem þrotabúið eignaðist.

Þetta var annað uppboðið á þessum verkum og seldust mörg þeirra yfir matsverði og flest önnur héldu matsverði. Það er mat kunnugra að þessi markaður sé að taka aftur við sér eftir nokkra lægð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×