Viðskipti innlent

Bæta við 300 tonna síldarkvóta í Breiðafirði

Ákveðið hefur verið að bæta 300 tonnum við heimildir til síldveiða með reknet í Breiðafirði og telst það lokaúthlutun þessa fiskveiðiárs og er heildarmagnið þá orðið 900 tonn.

Þetta kemur fram á vefsíðu stjórnarráðsins. Þar segir að undanfarin tvö fiskveiðiár hafa verið stundaðar veiðar á síld í reknet í Breiðafirði að haustlagi og fyrri part vetrar. Komið hefur í ljós að þær eru kærkomin viðbót við fjölbreytileika íslensks sjávarútvegs. Síldveiðar bæði stórra og smárra báta í Breiðafirði nú í haust hafa gengið vel, umgengni batnað og þá virðist sýking í síldinni heldur á undanhaldi sem betur fer.

Ákveðið hefur verið að bæta 300 tonnum við heimildir til síldveiða með reknet í Breiðafirði og telst það lokaúthlutun þessa fiskveiðiárs og er heildarmagnið þá orðið 900 tonn.

Við samþykkt heimildarinnar var við það miðað að á hverju fiskveiðiári væru til ráðstöfunar 500 tonn af 2.000 tonnum til framangreindra veiða með reknet en það sem eftir stæði var ætlað á móti óhjákvæmilegum meðafla við makrílveiðar.

Heimildin hvað reknetaveiðarnar varðar hefur ekki verið að fullu nýtt samtals þessi þrjú fiskveiðiár þannig að því gefst möguleiki á að bæta 300 tonnum við sem lokaúthlutun á fiskveiðiárinu 2012/13.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×