Bera bankamenn ábyrgð á heimskreppunni? Sanngjörn spurning, segir Lars Magnús Halldórsson skrifar 6. desember 2012 16:45 Lars Christensen, aðalgreinandi Danske Bank, segist líta svo að hið mikla hrun á fjármálamörkuðum haustið 2008, sem hagkerfi heimsins eru enn að súpa seyðið af, eigi sér skýringar í mörgum þáttum, helst slæmri bankastarfsemi, slæmri stefnumörkun og regluverki, og óheppni. Lars er gestur nýjasta þáttar Klinksins, þar sem hann ræðir um stöðu Íslands eftir hrunið, stöðu efnahagsmála í Evrópu og Danmörku, svo eitthvað sé nefnt. Sp. blm (26:30 í viðtalinu). Spurning sem er brennidepill í umræðum víða um heim núna, snýr að almenningi og síðan bankamönnum. Sumir segja að lítill hópur bankamanna hafi steypt heiminum öllum í kreppu. Hvernig horfir þetta við þér? Lars: „Þetta er án nokkurs vafa sanngjörn spurning, og það þurfa að eiga sér stað rökræður um þessi mál [...] Þegar það varð bankakreppa á Norðurlöndunum, einkum Finnlandi og Svíþjóð skömmu eftir 1990, þá var fyrst og fremst horft til þriggja þátta eftir á. Slæmrar bankastarfsemi, lélegrar stefnumörkunar og regluverks, og óheppni. Ég held að skýringarnar að þessu sinni, þ.e. fyrir þær hremmingar sem urðu á mörkuðum 2008, séu þær sömu, sem síðan koma saman í „fullkominn storm"[...] Er ég sáttur með sjálfan mig, sem bankamann, þegar ég vakna á morgnanna? Ég reyni að gera mitt besta, og tel mig vera að gera það sem ég geri best. Gerðu bankamenn mistök? Það voru gríðarleg mistök gerð, en það voru líka gerð mikil mistök hjá fjárfestum, stjórnvöldum og eftirlitsstofnunum. Við fengum þau svör frá stjórnvöldum á Íslandi, seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu, að það væri ekkert að hér á landi, þegar við settum fram okkar gagnrýni. Þarna var sem sagt einkarekinn banki að gagnrýna, en eftirlitsstofnanir höfnuðu gagnrýninni. Þetta er bara eitt dæmi um, að þetta er ekki einfalt mál [...] Að hugsa sér lífið án bankastarfsemi er nánast ómögulegt, og því þarf að eiga rökræður um þessi hluti, og ræða þá sífellt." Sjá má viðtalið við Lars í heild sinni hér. Klinkið Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Lars Christensen, aðalgreinandi Danske Bank, segist líta svo að hið mikla hrun á fjármálamörkuðum haustið 2008, sem hagkerfi heimsins eru enn að súpa seyðið af, eigi sér skýringar í mörgum þáttum, helst slæmri bankastarfsemi, slæmri stefnumörkun og regluverki, og óheppni. Lars er gestur nýjasta þáttar Klinksins, þar sem hann ræðir um stöðu Íslands eftir hrunið, stöðu efnahagsmála í Evrópu og Danmörku, svo eitthvað sé nefnt. Sp. blm (26:30 í viðtalinu). Spurning sem er brennidepill í umræðum víða um heim núna, snýr að almenningi og síðan bankamönnum. Sumir segja að lítill hópur bankamanna hafi steypt heiminum öllum í kreppu. Hvernig horfir þetta við þér? Lars: „Þetta er án nokkurs vafa sanngjörn spurning, og það þurfa að eiga sér stað rökræður um þessi mál [...] Þegar það varð bankakreppa á Norðurlöndunum, einkum Finnlandi og Svíþjóð skömmu eftir 1990, þá var fyrst og fremst horft til þriggja þátta eftir á. Slæmrar bankastarfsemi, lélegrar stefnumörkunar og regluverks, og óheppni. Ég held að skýringarnar að þessu sinni, þ.e. fyrir þær hremmingar sem urðu á mörkuðum 2008, séu þær sömu, sem síðan koma saman í „fullkominn storm"[...] Er ég sáttur með sjálfan mig, sem bankamann, þegar ég vakna á morgnanna? Ég reyni að gera mitt besta, og tel mig vera að gera það sem ég geri best. Gerðu bankamenn mistök? Það voru gríðarleg mistök gerð, en það voru líka gerð mikil mistök hjá fjárfestum, stjórnvöldum og eftirlitsstofnunum. Við fengum þau svör frá stjórnvöldum á Íslandi, seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu, að það væri ekkert að hér á landi, þegar við settum fram okkar gagnrýni. Þarna var sem sagt einkarekinn banki að gagnrýna, en eftirlitsstofnanir höfnuðu gagnrýninni. Þetta er bara eitt dæmi um, að þetta er ekki einfalt mál [...] Að hugsa sér lífið án bankastarfsemi er nánast ómögulegt, og því þarf að eiga rökræður um þessi hluti, og ræða þá sífellt." Sjá má viðtalið við Lars í heild sinni hér.
Klinkið Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira