Viðskipti innlent

Heiðar Már stærsti einstaki eigandi Vodafone

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Heiiðar Már Guðjónsson fjárfestir.
Heiiðar Már Guðjónsson fjárfestir.
Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir er stærsti einstaki eigandi Fjarskipta, rekstraraðila Vodafone, eftir hlutafjárútboð sem fór fram í síðustu viku. Einkahlutafélag hans, Úrsus, á 4,7% í Fjarskiptum.

Forsvarsmenn fyrirtækisins telja að markmið um að ná fram dreifðu eignarhaldi fyrirtækinu á Íslandi, hafi náðst þegar 60% eignarhlutur Framtakssjóðs Íslands í félaginu var boðinn út í síðustu viku. Að loknu útboðinu eiga lífeyrissjóðir um 51,1% í félaginu, fjármálafyrirtæki eiga 16,4% og verðbréfasjóðir 11,4%. Önnur fyrirtæki og einstaklingar eiga 21,1% hlut í félaginu.

Drög að lista yfir 20 stærstu eigendur Vodafone að loknu útboði hafa nú verið birt. Meðal stærstu eiganda nú eru aðilar sem ekki áttu í félaginu fyrir. Þeirra stærstur er Lífeyrissjóður verzlunarmanna sem nú er annar stærsti eigandi Vodafone með 12,3% hlut. Framtakssjóður Íslands er eftir sem áður stærsti eigandi félagsins, með 19,7% eignarhlut. Í hópi 20 stærstu eigenda eru 9 sem áður áttu ekki hlut í félaginu.

Drögin eru búin til úr bæði núgildandi hluthafalista og niðurstöðu almenns útboðs og því er ekki um opinberan hluthafalista að ræða. Endanlegur listi yfir 20 stærstu eigendur verður gefinn út þegar tilboðsgjafar hafa greitt fyrir bréf sín og fengið þeim úthlutað.

Hér er listi yfir eigendur Fjarskipta.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×