Viðskipti innlent

Erlendar eignir Seðlabankans lækkuðu um 21 milljarð

Erlendar eignir Seðlabankans námu um 527 milljörðum kr. í lok nóvember samanborið við 548 milljarða kr. í lok október og lækkuðu því um 21 milljarð kr. milli mánaða.

Þetta kemur fram í hagtölum bankans. Þar segir einnig að erlendar skuldir Seðlabankans námu um rúmum 190 milljörðum kr. í lok nóvember samanborið við tæpa 206 milljarða kr. í lok október og lækkuðu því um tæpa 16 milljarða kr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×