Viðskipti innlent

Íslensk erfðagreining seld fyrir 50 milljarða króna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frá blaðamannafundi þar sem salan var kynnt.
Frá blaðamannafundi þar sem salan var kynnt.
Samkomulag hefur tekist um að bandaríska líftækni- og lyfjaframleiðslufyrirtækið Amgen kaupi allt hlutafé móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar fyrir 415 milljónir bandarískra dala eða um 52 milljarða íslenskra króna. Kaupin voru samþykkt einróma í stjórn Amgen og verður kaupverðið greitt að fullu í reiðufé.

„Íslensk erfðagreining hefur byggt upp öfluga þekkingu með rannsóknum sínum á arfgengum sjúkdómum og er í leiðandi hlutverki á heimsvísu í mannerfðafræði", segir Robert A. Bradway, forstjóri Amgen í tilkynningu. „Þekkingarbrunnur fyrirtækisins mun auka getu okkar til þess að greina sjúkdómsvalda og afmarka þá þætti sem orðið geta til lækninga. Þannig getum við þróað með skjótvirkari hætti en ella betri lyf gegn mismunandi sjúkdómsvöldum og sparað okkur um leið bæði tíma og fjármuni í ómarkvissum verkefnum," segir hann jafnframt.

Í tilkynningu vegna sölunnar kemur fram að kaupin þarfnast ekki samþykkis yfirvalda og gert er ráð fyrir að þau gangi í gegn fyrir árslok 2012.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×