Viðskipti innlent

Frá hruninu hefur 8.750 manns verið synjað um atvinnuleysisbætur

Frá hruninu árið 2008 hefur 8.750 einstaklingum verið synjað um atvinnuleysisbætur. Helsta ástæða þess hefur verið að viðkomandi hefur ekki unnið sér inn rétt til bótanna.

Þetta kemur fram í svari velferðarráðherra við fyrirsprun frá Vigdísi Hauksdóttur þingmanni Framsóknarflokksins á Alþingi. Hvað einstök ár varðar var flestum eða rúmlega 2.200 manns synjað um bætur árið 2010.

Það sem af er þessu ári hefur tæplega 1.700 manns verið synjað um bæturnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×