Viðskipti innlent

Spáir óbreyttum stýrivöxtum

Greining Arion banka spáir óbreyttum vöxtum við vaxtaákvörðun Seðlabankans í næstu viku.

Í Markaðspunktum greiningarinnar kemur fram að veigamestu rökin í spánni séu ekki efnahagslegir grunnþættir, heldur sú einfalda staðreynd að peningastefnunefnd markaði mjög skýra stefnu með yfirlýsingu sinni eftir síðustu stýrivaxtaákvörðun og heldur fátt hefur breyst frá þeim tíma.

Miðað við núverandi forsendur telur peningastefnunefnd Seðlabankans bersýnilega að ekki sé þörf á frekari stýrivaxtahækkunum til að ná verðbólgumarkmiði bankans á næstu 3 árum, að því segir í Markaðspunktunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×