Viðskipti innlent

Hagvöxtur var 2% á fyrstu níu mánuðum ársins

Landsframleiðsla á fyrstu níu mánuðum ársins jókst um 2% að raungildi samanborið við fyrstu níu mánuði ársins í fyrra.

Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. Þar segir að á sama tíma jukust þjóðarútgjöld um 3,7%. Einkaneysla jókst um 3,2% og fjárfesting um 14,3%. Samneysla dróst hins vegar saman um 1,1%.

Útflutningur jókst um 3% en innflutningur nokkru meira, eða um 6,6% fyrir sama tímabil. Landsframleiðsla á þriðja ársfjórðungi ársins jókst um 2,1% frá sama ársfjórðungi fyrra árs en árstíðaleiðrétt landsframleiðsla jókst um 3,5% frá öðrum ársfjórðungi í ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×