Viðskipti innlent

Íslensk fjármálafyrirtæki eiga 8.139 milljarða

Heildarfjármunaeign fjármálafyrirtækja á þriðja ársfjórðungi ársins nam 8.139 ma.kr. og hafði lækkað um tæpa 282 milljarða kr. frá öðrum ársfjórðungi.

Á vefsíðu Seðlabankans segir að þessa lækkun megi rekja til lækkunar á seðlum og innstæðum um 264 milljarða kr. og lækkunar á útlánum um 32 milljarða kr. Hlutafjáreign og hlutdeildarskírteini hækkuðu um 26 milljarða kr. á sama tíma.

Fyrirtæki í slitameðferð eru ekki með í birtum tölum frá öðrum ársfjórðungi 2011 en á þriðja ársfjórðungi 2011 var einungis eitt fjármálafyrirtæki sem enn var með starfsleyfi frá FME.

Hagtölur Seðlabankans hafa hingað til endurspeglað fjármálafyrirtæki með starfsleyfi og þurfa a.m.k. 3 aðilar að skila inn gögnum í viðkomandi flokki til að hægt sé að birta gögnin.

Stefnt er að því að birta upplýsingar um fyrrum fjármálafyrirtæki í slitameðferð sem misst hafa starfsleyfið frá FME í næstu birtingu á fjármálareikningum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×