Viðskipti innlent

Fjöldi erlendra ferðamanna á við tvöfalda íbúatölu landsins

Fjöldi erlendra ferðamanna það sem af er árinu er kominn í tæplega 619.000 manns og hafa þeir aldrei verið fleiri í sögunni. Ef svo heldur sem horfir stefnir í að fjöldi ferðamanna í ár verði tvöföld íbúatala landsins.

Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka þar sem byggt er á tölum frá Ferðamálastofu. Þar segir að um 19% aukningu væri að ræða miðað við árið í fyrra sem einnig var metár hvað fjölda ferðamanna varðar.

Í nóvember jókst ferðamannastraumurinn um rúmlega 60% miðað við sama mánuð í fyrra en þar gætir eflaust áhrifa frá Airwaves tónlistarhátíðinni.

Tölur Ferðamálastofu ríma vel við tölur Hagstofunnar um gistinætur og gestakomur á hótelum hér á landi. Gistinætur í október voru 20% fleiri en í sama mánuði í fyrra.

Gistinætur á fyrstu sjö mánuðum ársins voru tæpalega 1,6 milljón talsins samanborið við rúmlega1,3 milljónir á sama tímabili í fyrra. Hafa gistinætur aldrei verið fleiri á þessu tímabili og jafngildir þetta aukningu upp á tæp 17% milli ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×