Icelandair vill kaupa nýjar Boeing þotur fyrir 150 milljarða 6. desember 2012 09:20 Icelandair Group og Boeing hafa undirritað viljayfirlýsingu um pöntun á tólf 737 MAX8 og 737 MAX9 flugvélum með kauprétti á 12 flugvélum til viðbótar. Heildarverðmæti þessara 12 véla nemur um 150 milljörðum kr. Í tilkynningu segir að um sé að ræða nýjar gerðir flugvéla og er áætlað að fyrstu vélarnar komi í rekstur flugfélaga árið 2017. Icelandair mun taka við fyrstu vélunum af þessum gerðum á fyrri hluta árs 2018, eða eftir rúmlega 5 ár. Pantaðar eru átta 737 MAX 8 vélar sem taka 153 farþega og fjórar 737 MAX 9 vélar sem taka 172 farþega miðað við sætafjölda Icelandair. Til samanburðar taka Boeing 757-200 flugvélar Icelandair 183 farþega. Heildarverðmæti flugvélanna 12 samkvæmt listaverði Boeing er um 1,2 milljarðar bandaríkjadala, eða um 150 milljarðar íslenskra króna, en kaupverð er trúnaðarmál. Fyrirhugað er að fjármagna kaupin með sjóðstreymi frá rekstri og hefðbundinni flugvélafjármögnun þegar þar að kemur. Viðræður hafa átt sér stað við Export-Import Bank of the United States varðandi stuðning bankans við fjármögnun vélanna. Samkvæmt áætlunum félagsins hafa kaupin ekki áhrif á núverandi arðgreiðslustefnu. Boeing 737 MAX vélarnar eru ný og endurbætt langdrægari útgáfa af núverandi Boeing 737 vélum. Á þeim verða nýir og sparneytnari hreyflar sem lækka eldsneytisnotkun um 13% á sæti frá því sem nú er. Eldsneytissparnaður samanborið við Boeing 757 vélarnar sem eru notaðar í flota Icelandair nemur meira en 20% á sæti. Icelandair mun áfram nota Boeing 757 flugvélar í áætlunarflugi sínu með nýju flugvélunum enda henta þær einstaklega vel fyrir leiðakerfi félagsins sem nær til Evrópu og Norður-Ameríku. „Icelandair Group hefur að undanförnu kannað rækilega alla þá fjölmörgu kosti sem flugvélaframleiðendur bjóða til þess að styrkja og þróa áætlunarflug Icelandair til framtíðar. Sú niðurstaða sem hér er kynnt er afrakstur þeirrar vinnu og er okkur mikið ánægjuefni. Félagið hefur átt farsælt samstarf við Boeing um áratugaskeið og ljóst að framhald verður á því", segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group í tilkynningunni. Mest lesið Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Sjá meira
Icelandair Group og Boeing hafa undirritað viljayfirlýsingu um pöntun á tólf 737 MAX8 og 737 MAX9 flugvélum með kauprétti á 12 flugvélum til viðbótar. Heildarverðmæti þessara 12 véla nemur um 150 milljörðum kr. Í tilkynningu segir að um sé að ræða nýjar gerðir flugvéla og er áætlað að fyrstu vélarnar komi í rekstur flugfélaga árið 2017. Icelandair mun taka við fyrstu vélunum af þessum gerðum á fyrri hluta árs 2018, eða eftir rúmlega 5 ár. Pantaðar eru átta 737 MAX 8 vélar sem taka 153 farþega og fjórar 737 MAX 9 vélar sem taka 172 farþega miðað við sætafjölda Icelandair. Til samanburðar taka Boeing 757-200 flugvélar Icelandair 183 farþega. Heildarverðmæti flugvélanna 12 samkvæmt listaverði Boeing er um 1,2 milljarðar bandaríkjadala, eða um 150 milljarðar íslenskra króna, en kaupverð er trúnaðarmál. Fyrirhugað er að fjármagna kaupin með sjóðstreymi frá rekstri og hefðbundinni flugvélafjármögnun þegar þar að kemur. Viðræður hafa átt sér stað við Export-Import Bank of the United States varðandi stuðning bankans við fjármögnun vélanna. Samkvæmt áætlunum félagsins hafa kaupin ekki áhrif á núverandi arðgreiðslustefnu. Boeing 737 MAX vélarnar eru ný og endurbætt langdrægari útgáfa af núverandi Boeing 737 vélum. Á þeim verða nýir og sparneytnari hreyflar sem lækka eldsneytisnotkun um 13% á sæti frá því sem nú er. Eldsneytissparnaður samanborið við Boeing 757 vélarnar sem eru notaðar í flota Icelandair nemur meira en 20% á sæti. Icelandair mun áfram nota Boeing 757 flugvélar í áætlunarflugi sínu með nýju flugvélunum enda henta þær einstaklega vel fyrir leiðakerfi félagsins sem nær til Evrópu og Norður-Ameríku. „Icelandair Group hefur að undanförnu kannað rækilega alla þá fjölmörgu kosti sem flugvélaframleiðendur bjóða til þess að styrkja og þróa áætlunarflug Icelandair til framtíðar. Sú niðurstaða sem hér er kynnt er afrakstur þeirrar vinnu og er okkur mikið ánægjuefni. Félagið hefur átt farsælt samstarf við Boeing um áratugaskeið og ljóst að framhald verður á því", segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group í tilkynningunni.
Mest lesið Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Sjá meira