Viðskipti innlent

Rúmlega 30 manns missa vinnuna á Dalvík

Rúmlega 30 manns munu missa vinnuna hjá fiskvinnslunni Norðurströnd ehf á Dalvík, vegna kröfu Íslandsbanka um að fyrirtækið verði tekið til gjaldþrotaskipta.

Morgublaðið hefur það eftir framkvæmdastjóra fyrirtækisins að þetta hafi orðið niðurstaðan eftir þriggja mánaða tilraunir til að endurskipuleggja fjárhaginn og verður gjaldþrotabeiðnin tekin fyrir síðar í vikunni.

Áður hefur verið greint frá fjöldauppsögnum hjá sjávarútvegsfyrirtækjum í Þorlákshöfn og á Siglufirði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×