Viðskipti innlent

Öll færeysku félögin út úr úrvalsvísitölunni

Búið er að endurskoða úrvalsvísitölu Kauphallarinnar og með þessari endurskoðun eru öll færeysku félögin komin út úr henni. Um tíma voru þrjú af sex félögunum í vísitölunni færeysk.

Eimskip kemur nýtt inn í hópinn í staðinn fyrir BankNordic í Færeyjum. Hin félögin fimm eru Hagar, Icelandair, Marel, Reginn og Össur. Úrvalsvísitalan er endurskoðuð tvisvar á ári.

Í tilkynningu segir að úrvalsvísitalan er samsett af þeim sex félögum sem hafa mestan seljanleika í Kauphöllinni. Vægi félaga í vísitölunni ræðst af flotleiðréttu markaðsvirði, sem þýðir að einungis það hlutafé sem ætla má að myndi grunn að virkum viðskiptum í Kauphöllinni er hluti af vísitölunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×