Fimm þúsund bréf vegna vanskila 11. desember 2012 05:00 Ríkisskattstjóri leggur til að breytingar verði gerðar á skilum samlagsfélaga á ársreikningum og að tíu stærstu eigendur allra félaga verði tilgreindir í ársreikningi þeirra. fréttablaðið/stefán Um fimm þúsund félög, sem hafa ekki skilað ársreikningi vegna ársins 2011, fengu send boðunarbréf vegna þeirra vanskila um síðustu mánaðamót. Bregðist forsvarsmenn félaga ekki við og skila ársreikningum þeirra getur embætti ríkisskattstjóra lagt á þau sektir. Samkvæmt upplýsingum þaðan voru um 1.500 félög sektuð vegna vanskila á ársreikningum ársins 2010 og um 3.000 vegna ársins 2009. Í frumvarpi um breytingar á lögum um ársreikninga, sem tekið var til annarrar umræðu í gær, eru lagðar fram ýmsar breytingar. Á meðal þeirra er sú að upplýst verði um tíu stærstu hluthafa hvers félags og eignarhlut þeirra í ársreikningum, en í dag þarf einungis að tilgreina þá aðila sem eiga meira en tíu prósenta hlut. Í nefndaráliti efnahags- og viðskiptanefndar kemur einnig fram að Fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra (RSK) hefði lagt það til, í minnisblaði til nefndarinnar, að „undir gildissvið laga um ársreikninga yrðu felld samlagsfélög þar sem ábyrgðaraðilar eru félög með takmarkaða ábyrgð." Ástæður þessa eru þær að mjög hefur færst í aukana á Íslandi að fyrirtæki breyti félagaformi sínu yfir í samlagsfélag. Þau eru nú um 1.500 og fjölgaði um 255 á þessu ári. Slík félög þurfa ekki að skila ársreikningum nema þegar allir eigendur þeirra eru lögaðilar. Í minnisblaði RSK segir að í mörgum tilfellum hafi sú leið verið farin að „félag með takmarkaða ábyrgð er látið bera persónulega ábyrgð á öllum skuldbindingum samlagsfélagsins". Með þeim hætti sé því í raun um takmarkaða ábyrgð að ræða.Úrræðin gegn kennitöluflakki Í nefndarálitinu er einnig fjallað um að auka þurfi eftirlitsúrræði embættis ríkisskattstjóra með skilum á ársreikningum. Meðal annars er lagt til að embættið fái heimild til að beita stjórnarmenn þeirra félaga sem ekki skila inn ársreikningum fésektum eða afskrá félögin með þeim afleiðingum að skuldir þeirra færast yfir á eigendur þeirra. Í dag er hægt að sekta félögin sjálf fyrir að skila ekki inn ársreikningnum en ekki stjórnarmenn eða eigendur. Þá er einnig vonast til þess að úrræðin muni gagnast vel í baráttunni gegn kennitöluflakki.Vanskil dragi úr tiltrú á atvinnulífið Viðskiptaráð Íslands lagði á það áherslu við meðferð málsins fyrir nefndinni að hún myndi kalla eftir hugmyndum frá ríkisskattstjóra um hert viðurlög vegna vanskila á ársreikningum. Í nefndarálitinu segir að Viðskiptaráð telji „að umfangsmikil vanskil ársreikninga dragi úr tiltrú á atvinnulífið, bæði hér heima og erlendis, og hafi neikvæð áhrif á viðskipti, viðskiptakostnað og viðskiptakjör". thordur@frettabladid.is Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Um fimm þúsund félög, sem hafa ekki skilað ársreikningi vegna ársins 2011, fengu send boðunarbréf vegna þeirra vanskila um síðustu mánaðamót. Bregðist forsvarsmenn félaga ekki við og skila ársreikningum þeirra getur embætti ríkisskattstjóra lagt á þau sektir. Samkvæmt upplýsingum þaðan voru um 1.500 félög sektuð vegna vanskila á ársreikningum ársins 2010 og um 3.000 vegna ársins 2009. Í frumvarpi um breytingar á lögum um ársreikninga, sem tekið var til annarrar umræðu í gær, eru lagðar fram ýmsar breytingar. Á meðal þeirra er sú að upplýst verði um tíu stærstu hluthafa hvers félags og eignarhlut þeirra í ársreikningum, en í dag þarf einungis að tilgreina þá aðila sem eiga meira en tíu prósenta hlut. Í nefndaráliti efnahags- og viðskiptanefndar kemur einnig fram að Fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra (RSK) hefði lagt það til, í minnisblaði til nefndarinnar, að „undir gildissvið laga um ársreikninga yrðu felld samlagsfélög þar sem ábyrgðaraðilar eru félög með takmarkaða ábyrgð." Ástæður þessa eru þær að mjög hefur færst í aukana á Íslandi að fyrirtæki breyti félagaformi sínu yfir í samlagsfélag. Þau eru nú um 1.500 og fjölgaði um 255 á þessu ári. Slík félög þurfa ekki að skila ársreikningum nema þegar allir eigendur þeirra eru lögaðilar. Í minnisblaði RSK segir að í mörgum tilfellum hafi sú leið verið farin að „félag með takmarkaða ábyrgð er látið bera persónulega ábyrgð á öllum skuldbindingum samlagsfélagsins". Með þeim hætti sé því í raun um takmarkaða ábyrgð að ræða.Úrræðin gegn kennitöluflakki Í nefndarálitinu er einnig fjallað um að auka þurfi eftirlitsúrræði embættis ríkisskattstjóra með skilum á ársreikningum. Meðal annars er lagt til að embættið fái heimild til að beita stjórnarmenn þeirra félaga sem ekki skila inn ársreikningum fésektum eða afskrá félögin með þeim afleiðingum að skuldir þeirra færast yfir á eigendur þeirra. Í dag er hægt að sekta félögin sjálf fyrir að skila ekki inn ársreikningnum en ekki stjórnarmenn eða eigendur. Þá er einnig vonast til þess að úrræðin muni gagnast vel í baráttunni gegn kennitöluflakki.Vanskil dragi úr tiltrú á atvinnulífið Viðskiptaráð Íslands lagði á það áherslu við meðferð málsins fyrir nefndinni að hún myndi kalla eftir hugmyndum frá ríkisskattstjóra um hert viðurlög vegna vanskila á ársreikningum. Í nefndarálitinu segir að Viðskiptaráð telji „að umfangsmikil vanskil ársreikninga dragi úr tiltrú á atvinnulífið, bæði hér heima og erlendis, og hafi neikvæð áhrif á viðskipti, viðskiptakostnað og viðskiptakjör". thordur@frettabladid.is
Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur